Fjármálakerfið

Stóru aðgerðirnar sem fylgdu uppgjöri föllnu bankanna og endurreisn efnahagslífsins árið 2015 hafa enn ekki verið kláraðar.  Mikilvægur liður í að hámarka ávinning samfélagsins var að byggt yrði upp sterkt og heilbrigt fjármálakerfi á Íslandi til að þjónusta almenning og fyrirtæki á góðum kjörum. Miðflokkurinn lagði fram heildaráætlun um fjármálakerfið og lífeyrissjóðina.