Fjöleignarhús (hleðslubúnaður fyri rafbíla)

Mánudaginn 8. júní var 3. umræða á Alþingi um frumvarp til til laga um breytingu á lögum um fjöleignarhús, nr. 26/1994, með síðari breytingum (hleðslubúnaður fyrir rafbíla).

Frumvarpið var til umræðu í velferðarnefnd og var Anna Kolbrún Árnadóttir með nefndaráliti um frumvarpið við 3. umræðu. 

Í nefndarálitinu segir: 

„Í frumvarpinu er lögð til veruleg breyting á réttarstöðu húseigenda sem þurfa að bera kostnað af uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir aðra íbúa fjöleignarhússins og jafnvel að kröfu einungis eins eiganda. Ákvæði frumvarpsins geta því haft í för með sér veruleg óvænt útgjöld fyrir húseigendur. Minni hlutinn telur of langt gengið í að binda hendur eigenda til að taka þátt í kostnaði við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla og telur ákvæði frumvarpsins jafnvel geta orðið til að valda ósætti milli húseigenda. Þá eru ýmis matskennd og óljós atriði í frumvarpinu sem skýra hefði mátt betur, svo sem í d-lið 5. gr. sem verður ný 33. gr. d um heimildir minni hluta til að fresta framkvæmdum ef sameiginlegur kostnaður telst „óvenju hár“. Í sömu grein er kveðið á um að húsfélagi sé heimilt að krefjast „hóflegrar mánaðarlegrar þóknunar“ sem ekki er skýrð nánar."

Nefndarálitið má lesa í heild sinni hér. 

Anna Kolbrún mælti fyrir álitinu í þingsal við 3. umræðu.