Flug til framtíðar

Fyr­ir nokkru stóð Markaðsstofa Norður­lands fyr­ir fundi á Ak­ur­eyri um flug­mál og var hann afar vel sótt­ur.  Fram kom á fund­in­um að ekki er gert ráð fyr­ir milli­landa­flugi um Ak­ur­eyr­arflug­völl í drög­um að græn­bók um flug­stefnu.  Í þess­um sömu drög­um kem­ur fram að byggja eigi upp vara­flug­völl á Eg­ils­stöðum og það er virki­lega gott en við frek­ari lest­ur kem­ur í ljós að ekki er ætl­un­in að hleypa farþegum út úr flug­vél­um á Eg­ils­stöðum held­ur á flug­völl­ur­inn að verða nokk­urs­kon­ar geymslu­staður flug­véla þangað til hægt verður að fljúga þeim á áfangastað.
 

Und­an­far­in ár hafa ferðaþjón­ustuaðilar á Norðaust­ur­landi lagt sig fram við að koma á fót heils­árs ferðaþjón­ustu.  Með þeirri ákvörðun stjórn­valda að leggja ekki til krónu til upp­bygg­ing­ar Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar næstu árin er óá­sætt­an­legt, það er furðulegt og jafn­vel ósann­gjarnt að stilla mál­um upp þannig að þegar upp­bygg­ing á Eg­ilsstaðaflug­velli verður að veru­leika og því ber að fagna að þá sé skyndi­lega dregið úr allri upp­bygg­ingu á Ak­ur­eyri.  Varla þarf eitt að úti­loka annað þegar ætl­un­in er að skil­greina flug sem al­menn­ings­sam­göng­ur.

Und­an­far­in 8 ár hef­ur verið unnið hörðum hönd­um að því að koma á milli­landa­flugi um Ak­ur­eyr­arflug­völl, sveit­ar­fé­lög hafa lagt til 90 millj­ón­ir til verk­efn­is­ins og ljóst er að um millj­arður hef­ur skilað sér beint inn í hag­kerfið.  Þetta er í sjálfu sér ákveðið af­rek þar sem því er haldið fram að flug­völl­ur­inn á Ak­ur­eyri sé sprung­inn, hann beri ekki stór­ar flug­vél­ar.  Það er vitað að bæta þarf aðstöðu flug­vall­ar­ins til þess að hægt verði að gera enn bet­ur, klára þarf flug­hlaðið og ráðast þarf í stækk­un flug­stöðvar­inn­ar, einnig þarf að jafna eldsneyt­is­kostnað og viðhalda til­vist flugþró­un­ar­sjóðs.

Þó svo að þess­um hlut­um verið komið í lag er ekki þar með sagt að ekki eigi að byggja upp á Eg­ils­stöðum.  Það sem þarf er póli­tísk ákvörðun, stefnu­mót­un um að líta á landið sem eina heild og virkja slag­orðið „Allt Ísland, allt árið“, það gagn­ast öll­um.  Það er því bein­lín­is nauðsyn­legt að halda áfram að styðja við og styrkja enn frek­ar þá vinnu sem haf­in er, annað er óá­byrgt.  Það er líka ágætt að hafa það í huga í þessu sam­bandi að það eru tapaðir fjár­mun­ir sem fel­ast í því að stjórn­völd bakki end­an­lega út úr verk­efn­inu núna, þetta er ekki aðeins byggðamál held­ur er það þjóðhags­lega hag­kvæmt og okk­ur ber að opna fleiri gátt­ir inn í landið, líka á virk­um dög­um og ekki aðeins í hátíðarræðum.

 

Höf­und­ur: Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, þingmaður Miðflokksins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 28. október, 2019