Þrír stjórnarmenn verða kosnir á rafrænu Landsþingi Miðflokksins, laugardaginn 5. júní, 2021.
Stjórnarmenn munu skipta með sér verkefnum um innra starf, málefnastarf og upplýsingamál.
Að auki situr formaður flokksins, formaður þingflokks og formaður fjármálaráðs í stjórninni, samtals sex stjórnarmenn.
Á þriðja hundrað manns hafa seturétt á Landsþinginu á laugardaginn og þar með atkvæðisrétt.
Eftirtaldir gefa kost á sér í stjórn Miðflokksins 2021-23:
Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður
Bergþór Ólason, alþingismaður
Einar G. Harðarson, löggiltur fasteignasali
Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir (Didda), bæjarfulltrúi í Grindavík
Karl Gauti Hjaltason, alþingismaður
Nánari upplýsingar gefur skrifstofa Miðflokksins í síma 555-4007 eða 699-0450.