Framkvæmdir í Helguvík

Á mánudaginn tók Birgir Þórarinsson þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Hann spurði þar utanríkis- og auðlindaráðherra um framkvæmdir í Helguvík. 

Birgir fór þar yfir sérstaka umræðu sem hann var málshefjandi fyrir stuttu og sagði svo í fyrirspurn sinni : 

„Ég vil því biðja hæstv. ráðherra að upplýsa þingið hér með um það. Framlag Íslands liggur fyrir. Það er tæplega 1,5 milljarðar. Hvert er framlag NATO og okkar bandamanna, stærsti hlutinn, eins og ráðherra sagði í ræðu sinni?"

Fyrirspurnina og svar ráðherra má sjá hér.