Fréttabréf Miðflokksins

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 18. SEPTEMBER, 2020

 

Skrifstofa Miðflokksins 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar:
Mánudaga - föstudaga  kl. 13:00 - 17:00

 

 

 VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

 

KOSNINGAR Í NÝJU SAMEINUÐU SVEITARFÉLAGI BORGARFJARÐAR EYSTRI, DJÚPAVOGS, FLJÓTSDALSHÉRAÐS OG SEYÐISFJARÐAR, laugardaginn 19. september, 2020

Spennan magnast og á morgun, laugardaginn 19. september eru kosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.  Okkar frábæru frambjóðendur hafa verið verið á ferðinni síðustu vikur og daga og staðið sig einkar vel í að kynna framboðið og áherslur Miðflokksins og nú er það lokaspretturinn í dag og á morgun og í nógu að snúast. 

Kosningakaffi verður að sjálfsögðu á kosningaskrifstofunni okkar að Miðvangi 13 á morgun, laugardag og hefst kl. 9.  Allir eru innilega velkomnir! 

Þingflokkurinn hefur einnig verið fyrir austan ásamt starfsfólki þingflokks og tekið virkan þátt í að kynna framboðið og flokkinn fyrir heimamönnum.  Í gær var vinnufundur þingflokksins á Egilsstöðum þar sem áherslur komandi þings voru mótaðar.

Hér eru nokkrar myndir úr ferðinni og af kosningaskrifstofunni á Egilsstöðum sem hefur iðað af lífi undanfarið og sóttvarnir til fyrirmyndar:

    

    

 

Kjörstaðir 19. september eru á eftirfarandi stöðum:   

Borgarfjörður eystri: Hreppsstofan Borgarfirði - Frá klukkan 09:00 til klukkan 17:00

Djúpivogur: Tryggvabúð Djúpavogi - Frá klukkan 10:00 til klukkan 18:00

Fljótsdalshérað: Menntaskólinn á Egilstöðum - Frá klukkan 09:00 til klukkan 22:00

Seyðisfjörður: Íþróttamiðstöðin á Seyðisfirði - Frá klukkan 10:00 til klukkan 22:00

Setjum X við M í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi!

 


FLOKKSRÁÐSFUNDUR, laugardaginn 26. september kl. 13:00 - Skráning stendur nú yfir!

Flokksráðsfundur Miðflokksins verður haldinn laugardaginn 26. september kl.  13 - 17 á fjarfundarkerfinu Zoom.

Skráning stendur nú yfir og er afar mikilvægt að flokksmenn skrái sem allra fyrst.

Vinsamlegast sendið tölvupóst með nafni og kennitölu á skraning@midflokkurinn.is til að skrá ykkur.

Fundurinn er opinn öllum flokksmönnum en einungis flokksráðsfulltrúar hafa atkvæðisrétt á fundinum. 

Þátttakendur verða að sækja sér Zoom forritið og búa sér til aðgang til að taka þátt í fundinum.  Þeir sem eru óvanir Zoom fjarfundarkerfinu geta fengið aðstoð frá starfsfólki skrifstofu flokksins.  Þátttaka er ókeypis.

Boðið verður uppá prufufund föstudaginn, 25. september á Zoom þar sem fólk getur prófað myndavél og hljóðnema í sínu tæki.

Dagskrá fundarins verður birt á allra næstu dögum.

Við vonumst til að "sjá" ykkur sem flest!

 

 


NÝJIR ÞÆTTIR Á MIÐVARPINU!

Endilega hlustið á og kynnist okkar öflugu frambjóðendum í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi í glænýjum þáttum á Miðvarpinu. 

Nú er öll serían komin á Spotify rásina okkar, Miðvarpið.

Miðvarpið:  Þröstur Jónsson 1. sæti

 

Miðvarpið:  Örn Bergmann Jónsson 2. sæti

 

Miðvarpið:  Helgi Týr Tumason 3. sæti

 

 

Miðvarpið:  Þórlaug Alda Gunnarsdóttir 4. sæti

 


GREINAR OG PISTLAR

 

HVER Á AÐ GREIÐA FYRIR ORKUSKIPTIN?

Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur þingmann og nefndarmann í velferðarnefnd og allsherjar og menntamálanefnd

Greinin birtist á Vísi þann 14. september, 2020


SATT OG LOGIÐ UM SUNDABRAUT

Grein eftir Svein Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúa okkar í Mosfellsbæ og Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 15. september, 2020

 


FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ

Grein eftir Örn Bergmann Jónsson sem skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi 


HRÆSNI OG TVÍSKINNUNGUR BORGARSTJÓRA 

Grein eftir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins

Greinin birtist í Grafarvogs-, Grafarholts- og Árbæjarblaðinu þann 16. september, 2020


AUSTURLAND MIKILVÆG GÁTT INN Í LANDIÐ

Grein eftir Benedikt Vilhjálmsson Warén sem skipar 11. sætið á lista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi


 "AÐ HVETJA ÞINGMENN TIL DÁÐA"

Grein eftir Birgi Þórarinsson, þingmann og nefndarmann í fjárlaganefnd Alþingis

Greinin birtist í Víkurfréttum þann 17. september, 2020


GENGIÐ TIL KJÖRKLEFA

Grein eftir Helga Tý Tumason sem skipar 3. sætið á lista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi

Greinin birtist á Vísi þann 17. september, 2020 


FYRST TÖKUM VIÐ INSTANBÚL - SÍÐAN MINSK

Pistill í Morgunblaðinu þann 18. september, 2020, eftir Þorstein Sæmundsson þingmann.


 

 

Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007  Netfang:  midflokkurinn@midflokkurinn.is