Fréttabréf Miðflokksins 21. júní, 2019

Ný heimasíða

Ný heimasíða Miðflokksins fór í loftið í dag og erum við mjög ánægð með útkomuna.  Á næstu dögum munu bætast við fréttir, greinar og fleira.

 

Þinglok 

Á þriðjudaginn var samið um þinglok fyrir sumarhlé.  Þriðja orkupakkanum var frestað fram á síðsumarþing og var gildistöku frumvarpsins um innflutning á hráu kjöti frestað til áramóta. Þing mun koma saman á ný miðvikudaginn 28. ágúst til að ræða þriðja orkupakkann.

Í gærkvöldi var þingfundi slitið kl. 20:20.  Af því tilefni tóku alþingismenn og starfsfólk Miðflokksins hópmynd saman fyrir framan þinghúsið.

 

Skilgreining auðlinda

Í vikunni var samþykkt þingsályktunartillaga um skilgreiningu auðlinda sem Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins lagði fram.   Nánar má lesa um tillöguna hér. 

 

Systkini saman á þingi

Í vikunni tók Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir sæti á Alþingi í fjarveru Gunnars Braga Sveinssonar.   Nanna Margrét er systir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, en þetta er í fjórða sinn sem systkini sitja saman á Alþingi.  Nanna tók virkan þátt í þingstörfum og hélt meðal annars ræðu um lagafrumvarp um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjárálaeftirlitsins.  Einnig tók hún þátt í umræðu um fjármálastefnu 2020-2024. Nánar um þingstörf Nönnu má finna hér.

SDG-NMG

 

Sumargrill í boði ungliðahreyfingar Miðflokksins

Við minnum á sumargrill Miðflokksins, sem að þessu sinni er í umsjón ungliðahreyfingar Miðflokksins.  Skráning fer fram hér. 

Sumargrill

 

 

Nú er fréttabréfið komið í sumarhlé fram í miðjan ágúst. 

Hafið það sem allra best í sumar.