Fréttabréf Miðflokksins 24. apríl, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  24. apríl, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Vinsamlegast athugið að hefðbundinn opnunartími skrifstofu flokksins er raskaður vegna Covid 19 faraldursins.
Flokksmönnum er bent á að hægt er að hafa samband við skrifstofu Miðflokksins í gegnum netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is eða í síma 555-4007

 

 
VIÐBURÐIR OG FRÉTTIR

 

LAUGARDAGSSPJALL MEÐ FJÓLU OG GOLÍAT, laugardaginn 25. apríl kl. 13:00

Næsta laugardagsspjall Miðvarpsins mun fara fram í beinni útsendingu á morgun, laugardaginn 25. apríl kl. 13:00 - 14:00 á fjarfundarkerfinu Zoom.
Gestir Fjólu að þessu sinni verða þær Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík.
Fundarstjóri er Fjóla Hrund Björnsdóttir.
Spurningar má senda á midflokkurinn@midflokkurinn.is en einnig verður hægt að senda inn spurningar á fundinum sjálfum.
 
Allir velkomnir! 
 
 
 
 

UPPLÝSINGASÍÐUR Á ENSKU OG PÓSLKU Á HEIMASÍÐU MIÐFLOKKSINS

Það er ánægjulegt að segja frá því að nú eru komnar upplýsingasíður um Miðflokkinn á ensku og pólsku á heimasíðu flokksins.  
Upplýsingasíðurnar má finna efst í hægra horni heimasíðunnar með því að smella á þjóðfánana.
Á upplýsingasíðunum er að finna helstu upplýsingar um flokkinn og má þar nefna sögu og stefnu flokksins, nöfn og netföng þingmanna, upplýsingar um vöfflukaffið og samfélagsmiðla okkar sem og opnunartíma skrifstofu flokksins í Hafnarstræti, netfang og síma.   
 

 


VIGDÍS HAUKSDÓTTIR talaði fyrir tillögu sinni um uppbyggingu hjúkrunarrýma í Reykjavík á borgarstjórnarfundi í vikunni.
"Reykjavíkurborg verður að marka sér stefnu og sýna uppbyggingu hjúkrunarrýma í verki. Þau skilaboð verða að vera skýr svo ríkið viti að hverju það gengur. Að auki er brýnt að setja upp áætlun um uppbyggingu á næstu árum. Algjört áhugaleysi ríkir hjá meirihlutanum í þessum málaflokki." 
 
 
 
FRÉTTIR AF ÞINGINU
 
Í vikunni voru tveir þingfundardagar, á mánudaginn og miðvikudaginn.
Óundirbúinn fyrirspurnartími var báða dagana og tóku Gunnar Bragi Sveinsson og Sigmundur Davíð þátt.
 
Á mánudaginn var 1. umræða um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru (meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum o.fl.).

Á dagskrá þingfundar á miðvikudaginn voru fimm stjórnarfrumvörp á dagskrá;  Fjáraukalög 2020, Fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, Frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru, Pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og Matvælasjóður. 
 
Í fjáraukalögunum tóku Birgir Þórarinsson, Bergþór Ólason og Þorsteinn Sæmundsson til máls.

Í Fjárstuðningi til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru tók Bergþór Ólason til máls.
Frumvarpið má sjá í heild sinni hér.

Í Frekari aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru tóku Birgir Þórarinsson og Þorsteinn Sæmundsson til máls.

Í Pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun tók Gunnar Bragi Sveinsson til máls.
Frumvarpið má sjá í heild sinni hér.
 

GREINAR OG PISTLAR 

 

Grein eftir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Svf. Árborg.  Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 18. apríl, 2020

Viðspyrna fyrir Ísland - aprílgabb umhverfisráðherra?


Pistill eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 20. apríl, 2020

Brúarlán og meðferð ríkisfjár


Grein eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 20. apríl, 2020

Verkefnið fram undan


Grein eftir Sigurð Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Hafnarfirði

Sláið á klárinn það liggur á


Grein eftir Þorstein Sæmundsson, þingmann Miðflokksins.  Greinin birtist í Fréttablaðinu þann 21. apríl, 2020

Leyndarhyggja og laumuspil


Grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins.  Greinin birtist í Mannlífi þann 24. apríl, 2020

Óvenjuleg vandamál kalla á óvenjulegar lausnir

 


  Miðflokkurinn óskar félagsmönnum gleðilegs sumars með þökk fyrir stuðninginn og samveruna á liðnum vetri.

 

  

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter

 

Fréttabréf Miðflokksins 
Ritstjórn og uppsetning:  Íris Kristína Óttarsdóttir
Fréttir af þinginu:  Fjóla Hrund Björnsdóttir
Allar ábendingar um efni féttabréfsins eru vel þegnar og má senda þær á netfangið iriso@althingi.is