FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 5. JÚNÍ, 2020
Skrifstofa Miðflokksins
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007 Netfang: midflokkurinn@midflokkurinn.is
Opnunartímar
Mánudaga - föstudaga kl. 13:00 - 17:00
VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
VÖFFLUKAFFI UNGLIÐAHREYFINGAR MIÐFLOKKSINS, laugardaginn 6. júní kl. 12:00
Á morgun, laugardaginn 6. júní, býður Ungliðahreyfing Miðflokksins í vöfflukaffi kl. 12:00 - 14:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík.
Við hvetjum sem flesta til að kíkja til unga fólksins okkar í spjall, rjúkandi vöfflur og kaffibolla.
Allir velkomnir!
AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSFÉLAGS AKUREYRAR OG NÁGRENNIS, fimmtudaginn 11. júní kl. 18:00
Aðalfundur Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis verður haldinn fimmtudaginn 11. júní kl. 18:00.
Dagskrá: Fundarstjórn kosin, skýrsla stjórnar, kosning stjórnar, önnur mál.
Fundurinn verður haldinn í Lions salnum að Skipagötu 14 á 4. hæð.
Stjórn Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis

VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS, fimmtudaginn 11. júní kl. 16
Fyrsta vöfflukaffi Miðflokksins eftir samkomubann verður haldið fimmtudaginn 11. júní kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.
Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Rjúkandi vöfflur og kaffi á boðstólnum.
Allir velkomnir.
GOLFMÓT MIÐFLOKKSINS, föstudaginn 26. júní, 2020
Miðflokksfélag Grindavíkur hvetur golfáhugamenn og konur til að taka föstudaginn 26. júní frá því þá verður hið árlega golfmót Miðflokksins haldið í Grindavík.
Mótið heppnaðist afar vel í fyrra og skapaðist skemmtileg stemmning meðal þátttakenda þrátt fyrir úrhellisrigningu.
Miðflokksmeistarar 2019 voru þau Gerða Hammer og Karl Gauti Hjaltason.
Nánari upplýsingar um skráningu og tímasetningu mótsins koma í næstu viku.
Smellið hér til að skoða myndirnar af golfmóti Miðflokksins 2019.

FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU
NÝ STJÓRN KJÖRDÆMAFÉLAGS SUÐVESTURKJÖRDÆMIS
Aðalfundur kjördæmafélags Suðvesturkjördæmis var haldinn miðvikudaginn 3. júní.
Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf en einnig hélt þingmaður kjördæmisins, Gunnar Bragi Sveinsson, stutta tölu.
Fundarstjóri var Jón Pétursson.
Nýja stjórn skipa:
Una María Óskarsdóttir, formaður
Arnhildur Ásdís Kolbeins
Einar Baldursson
Íris Kristína Óttarsdóttir
Danith Chan
Varamenn:
Aðalsteinn Magnússon
Sigurrós Kristín Indriðadóttir
Jón Kristján Brynjarsson
Hilmar Kristensson
Stjórn kjördæmafélags Suðvesturkjördæmis
Smellið hér til að skoða myndir af fundinum
NÝ STJÓRN MIÐFLOKKSFÉLAGS HAFNARFJARÐAR
Aðalfundur Miðflokksfélags Hafnarfjarðar var haldinn fimmtudaginn 4. júní.
Á dagskrá voru vejuleg aðalfundarstörf og kosning stjórnar.
Nýja stjórn skipa:
Arnhildur Ásdís Kolbeins, formaður
Gísli Sveinbergsson
Bjarney Grendal Jóhannesdóttir
Jón Kristján Brynjarsson
Elínbjörg Ingólfsdóttir
Varamenn:
Sigurður Þ. Ragnarsson
Sævar Gíslason
Hilmar Kristensson

Stjórn Miðflokksfélags Hafnarfjarðar

FRÉTTIR AF ÞINGINU
Í vikunni voru tveir þingfundardagar og tveir nefndardagar.
Bergþór Ólason tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma.
Bergþór spurði þar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um nýtingu vindorku.
Í störfum þingsins tóku Sigurður Páll Jónsson, Anna Kolbrún Árnadóttir og Ólafur Ísleifsson þátt.
Sigurður Páll fjallaði um stöðu hjúkrunar- og dvalarheimila á Covid tímum.
Anna Kolbrún Árnadóttir fjallaði um skimanir ferðamanna við komu til landsins.
Ólafur Ísleifsson fjallaði um svör við ósvöruðum fyrirspurnum á þessu þingi.
GREINAR OG PISTLAR
Grein eftir Sigurð Pál Jónsson, þingmann Miðflokksins í norðvesturkjördæmi. Vísir 29. maí, 2020
Heibrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin

Þrjár greinar eftir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins.
Morgunblaðið 2. júní, 2020:
Laugavegurinn og lokunaráráttan
Vísir þann 3. júní, 2020:
Græna planið, neyðarplanið og hallærisplanið
Grafarvogs- og Árbæjarblaðið þann 3. júní, 2020:
Að kunna ekki - eða vilja ekki lesa í aðstæður

Grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Fréttablaðið þann 3. júní, 2020
Það þyrfti kylfu og gulrót

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Bændablaðið þann 4. júní, 2020
Sveiflum haka og ræktum nýjan skóg

