Frjálslyndi

Frjálslyndi og önnur grunngildi samfélagsins eiga undir högg að sækja.  Tjáningarfrelsi og opin skoðanaskipti hafa farið halloka fyrir nýjum rétttrúnaði þar sem yfirborðsmennska og ímyndarsköpun ráða för.  Miðflokkurinn telur að frjáls tjáning og opin skoðanaskipti séu forsenda framfara.  Við erum óhrædd við að fara gegn hóphugsun stjórnmálanna og berjast fyrir því sem við teljum að þurfi að breyta en verja það sem hefur reynst vel.