Fyrst tökum við Istanbúl - síðan Minsk

 
Ferðalag for­seta Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu til Tyrk­lands hef­ur vakið at­hygli víða. Þar átti dóms­for­set­inn viðræður við Er­dog­an Tyrk­lands­for­seta sem er einn valdaþyrst­asti stjórn­mála­for­ingi nú um stund­ir. Í skipt­um fyr­ir að kyssa vönd Er­dog­ans öðlaðist dóms­for­set­inn heiðurs­doktors­nafn­bót við há­skól­ann í Ist­an­búl. Áður­nefnd­ur Er­dog­an hef­ur staðið framar­lega í flokki við að ofsækja póli­tíska and­stæðinga sína, einkum há­skóla­borg­ara, blaðamenn og mann­rétt­inda­frömuði, auk þess að beina spjót­um sín­um að kven­frels­is­kon­um, dómur­um og emb­ætt­is­mönn­um. Tyrk­lands­for­seti hef­ur nýtt sér til fulls ástand sem skapaðist í land­inu eft­ir meinta upp­reisn­ar­tilraun. Dóms­for­set­inn ákvað að líta fram hjá at­höfn­um Tyrk­lands­for­seta til að eiga við hann orð, vænt­an­lega um fram­göngu hans í mann­rétt­inda­mál­um. Það er nefni­lega svo nauðsyn­legt að „eiga sam­talið“ eins og þar seg­ir. Hugs­an­lega hef­ur tal þeirra fé­lag­anna hneigst að stöðu þeirra tugþúsunda sem nú sitja í yf­ir­full­um fang­els­um vegna póli­tískra skoðana sinna. Dóms­for­set­inn vitn­ar til hefða vegna heim­sókn­ar­inn­ar. Nú kann vel að vera að það sé hefð hjá Mann­rétt­inda­dóm­stóln­um að heim­sækja brota­menn, vænt­an­lega til þess að reyna að reyna að hafa áhrif á hegðan þeirra. Grein­ar­höf­undi er til efs að grund­vall­ar­breyt­ing­ar verði á stöðu mann­rétt­inda­mála í Tyrklandi eft­ir spjall þeirra fé­lag­anna yfir tesop­an­um nú um dag­inn. Hvað sem því líður er dóms­for­set­inn snú­inn aft­ur til síns heima skreytt­ur silki­húfu Er­dog­ans og hug­leiðir næstu skref. Hann hlýt­ur að hugsa með sjálf­um sér hvort heim­sókn­in sé lík­leg til að efla virðingu og sjálf­stæði Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins til framtíðar. Einnig hlýt­ur dóms­for­set­inn að hug­leiða með til­liti til und­ir­tekta og viðbragða vegna Tyrk­lands­heim­sókn­ar­inn­ar nú um dag­inn hvort hefðin svo­kallaða hafi orðið til góðs og hvort hún kalli hugs­an­lega á enn frek­ari heim­sókn­ir til brota­manna. Þá verður grein­ar­höf­undi á að hugsa til ann­ars meints brota­manns sem nú um stund­ir fer mjög fram í mann­rétt­inda­mál­um í kjöl­far kosn­inga sem hafa notið lít­ill­ar virðing­ar út­ífrá, nefni­lega Al­ex­and­ers Lukashen­ko, for­seta Hvíta-Rúss­lands. Sá dánumaður hlýt­ur nú að skoða þann mögu­leika að bjóða dóms­for­set­an­um í tesopa og bjóða fram eins og eina heiðurs­doktors­nafn­bót hon­um til handa að loknu góðu spjalli. Það er niður­læg­ing við bæði Mann­rétt­inda­dóm­stól­inn og for­seta hans að éta úr lófa Er­dog­ans og óvíst að fund­um þeirra hafi verið fagnað í yf­ir­full­um fang­els­um harðstjór­ans. Traust á dóm­stóln­um hef­ur enda snar­minnkað ef marka má viðbrögð víða við Tyrk­lands­för dóms­for­set­ans. Það virðist hins veg­ar ríkja nokk­ur fögnuður yfir heim­sókn­inni hjá tveim ís­lensk­um þing­mönn­um sem hafa að jafnaði borið mann­rétt­indi fyr­ir brjósti að eig­in sögn.

 

Þorsteinn Sæmundsson, alþing­ismaður Miðflokks­ins í Reykja­vík suður

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 18. september, 2020