"Góðkunningi lögreglunnar"

Á erfiðum tím­um í sögu þjóðar­inn­ar hef­ur lög­regl­an ætíð stigið fram til þjón­ustu og ör­ygg­is­gæslu fyr­ir þjóðina. Skemmst er að minn­ast frammistöðu lög­regl­unn­ar á þeim dimmu mánuðum sem við upp­lifðum fyrstu mánuði og miss­eri eft­ir hrun þegar lög­reglu­menn og -kon­ur lögðu líf sitt í hættu við að verja Alþingi og aðrar stofn­an­ir rík­is­ins. Man ekki eft­ir að þeim hafi verið þakkað að verðleik­um af stjórn­völd­um. Lög­reglu­fólkið okk­ar geng­ur til starfa alla daga árið um kring hvernig sem á stend­ur. Þau leit­ast við að þjóna okk­ur sem best og tryggja ör­yggi okk­ar og nærum­hverf­is okk­ar á hverj­um stað af kost­gæfni og þekk­ingu.

Mál­efni lög­regl­unn­ar hafa verið í nokkr­um ólestri und­an­far­in ár. Skipu­lags­breyt­ing­ar hafa verið tíðar og virðast oft­ast fram­kvæmd­ar án mik­ill­ar fram­sýn­ar, með lít­illi yf­ir­sýn og að mestu án heild­ar­hugs­un­ar. Rík­is­lög­reglu­stjóra­embættið var sett á fót og stækkaði og efld­ist óáreitt meðan önn­ur lög­reglu­embætti áttu mörg hver og eiga enn í mikl­um erfiðleik­um vegna van­fjár­mögn­un­ar og mann­eklu. Lög­reglu­skól­inn var lagður af nán­ast á einni nóttu án þess að viðeig­andi ný úrræði væru til­bú­in. Varð þetta til þess að tvo heila ár­ganga vant­ar í lög­regluliðið og mun taka nokk­ur ár að rétta þann halla af. Und­an­far­in tutt­ugu ár hef­ur fækkað mjög í lög­regluliðinu og blas­ir það við til dæm­is á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem 80 manns vant­ar í liðið til þess að sama þjón­usta sé veitt nú og var við síðustu alda­mót. Síðan þá hef­ur íbú­um fjölgað mjög, ferðamönn­um hef­ur fjölgað þar til nú ný­lega en vænta má að þeir snúi aft­ur að ein­hverju marki þegar far­sótt­inni linn­ir. Lög­regluliðið er nú bet­ur menntað en áður og bet­ur þjálfað.

Nú er lög­reglu­fólkið okk­ar í fram­lín­unni við afar erfiðar aðstæður sem kalla á ár­vekni og mikið álag. Covid-fárið virðist vera í rén­un í bili alla­vega en efna­hagserfiðleik­arn­ir munu fylgja okk­ur næstu miss­eri. Þá eykst álag á lög­regluliðið eins og áður hef­ur sýnt sig.

Við þess­ar aðstæður hef­ur rík­is­valdið leyft sér að koma fram af fá­dæma hörku og ósann­girni í kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Lög­reglu­fólkið okk­ar hef­ur verið án samn­ings í heilt ár. Ríkið hef­ur ekki haft neitt nýtt fram að færa í samn­ingaviðræðunum og neit­ar að ræða álita­mál sem lengi hafa beðið úr­lausn­ar. Hugs­an­lega fer rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur svona fram gegn lög­regluliðinu vegna þess að það hef­ur ekki verk­falls­rétt. Samt hafa Vinstri græn lýst stuðningi við að lög­reglu­fólk fái þann rétt. Eins og stund­um áður fara ekki sam­an orð og efnd­ir úr þeim her­búðum. Þessi fram­koma rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur í garð lög­regl­unn­ar er skamm­ar­leg. Dóms­málaráðherra virðist forðast að blanda sér í deil­una eða að hafa uppi minnstu til­b­urði til að stíga þar inn af nauðsyn­legri festu og sýna áhuga og frum­kvæði til að leysa málið.

Miðflokk­ur­inn hef­ur við hver fjár­lög frá ár­inu 2017 lagt fram skýr­ar fjár­magnaðar til­lög­ur til að styrkja lög­gæslu einkum á landa­mær­um svo og al­menna lög­gæslu ekki síst á höfuðborg­ar­svæðinu. Þær góðu til­lög­ur hafa ekki fengið braut­ar­gengi hjá rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­an­um frem­ur en til­lög­ur flokks­ins í öðrum mála­flokk­um sem hafa verið jafn skyn­sam­leg­ar og fjár­magnaðar.

Pist­il­rit­ari er stolt­ur og glaður að hafa átt þess kost að vinna með lög­regl­unni í rúm­an ára­tug og vera þannig góðkunn­ingi lög­regl­unn­ar í besta skiln­ingi þeirra orða. Á þeim tíma varð pist­il­rit­ari vitni að fag­mennsku lög­regluliðsins, hug­ar­ró við erfiðar aðstæður, áræði, hug­rekki og nauðsyn­legri lip­urð í mann­leg­um sam­skipt­um þegar fólk á um sárt að binda. Þess verður að krefjast að nú þegar verði farið að mæta lög­reglu­mönn­um á samn­inga­fund­um af sann­girni og ábyrgð. Sá „góðkunn­ingi“ sem hér rit­ar mun berj­ast fyr­ir bætt­um og rétt­lát­um kjör­um lög­reglu­manna af öllu afli þar til rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur fer að sýna þá sann­girni sem þau sem gæta ör­ygg­is okk­ar eiga skilið.

 

Höf­und­ur:  Þorstein Sæmundsson,  þingmaður Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi Suður

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 28. apríl, 2020