Hvað liggur á ?

Norðmenn afléttu stjórn­skipu­leg­um fyr­ir­vör­um varðandi þriðja orkupakk­ann í mars í fyrra. Eins og flest­um er kunn­ugt munu reglu­gerðir orkupakk­ans þó ekki taka gildi hjá frænd­um okk­ar fyrr en Ísland hef­ur aflétt sín­um fyr­ir­vör­um og verða þær þá í kjöl­farið inn­leidd­ar inn í EES-samn­ing­inn og gilda fyr­ir þau þrjú lönd hans er til­heyra EFTA, þ.e. Ísland, Nor­eg og Liechten­stein.
Ekki voru all­ir á það sátt­ir hvernig inn­leiðing­in í Nor­egi átti sér stað en sam­tök­in Nei til EU hafa síðan safnað um­tals­verðu fé, meira en millj­ón norsk­um krón­um, og fara nú fram með mál gegn rík­inu með Ernu Sol­berg sem for­sæt­is­ráðherra. Telja sam­tök­in að ACER-hluti orkupakk­ans hafi ekki verið meðhöndlaður í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá lands­ins, Grunn­loven, og í því sam­hengi að 115. grein henn­ar hafi ekki verið fram­fylgt eins og rík­is­stjórn­in hef­ur haldið fram.

115. grein­in seg­ir til um að ef þrír fjórðu hlut­ar þing­manna Stórþings­ins samþykkja, þá hafi þingið heim­ild til að fram­selja vald til er­lendra aðila sem Nor­eg­ur er hluti af. Þetta er þó að því gefnu að tveir þriðju­hlut­ar þings­ins séu viðstadd­ir til að taka af­stöðu og að framsalið megi ekki hafa bein áhrif á ein­stak­linga eða lögaðila sem er sá hluti sem deil­an snýst meðal ann­ars um.

Stefán Már Stef­áns­son, laga­pró­fess­or og sér­fræðing­ur í Evr­ópu­rétti, kom inn á það í Kast­ljósviðtali að hann hefði áhyggj­ur af framsali á rík­is­valdi og hvaða áhrif það gæti haft á ein­stak­linga og lögaðila. Það er því ekki ólík­legt að sam­tök­in Nei til EU hafi eitt­hvað til síns máls er þetta atriði varðar enda mun orkupakk­inn hafa víðtæk áhrif á ein­stak­linga og lögaðila þegar ACER legg­ur lín­urn­ar og ESA sér um fram­kvæmd­ir á meðan ríkið fær ekki rönd við reist.

Það sem hef­ur jafn­framt verið fjallað um í þessu sam­hengi er það laga­for­dæmi sem felst í notk­un á 115. grein­inni en hún var ekki sett á lagg­irn­ar fyrr en 1962. Fram að því sner­ist heim­ild fyr­ir vald­framsali um að vald­framsalið ylli litlu inn­gripi (norska: lite inn­gripende). Þegar 115. grein­in var svo skrifuð var hún byggð á þess­ari hug­mynda­fræði og því er eðli­legt að það sé jafn­framt tekið til skoðunar hvort orkupakk­inn valdi sann­ar­lega litlu inn­gripi eða ekki. Lög­fræðing­ar Nei til EU halda því fram að svo sé ekki enda er hægt að sjá fyr­ir sér að inn­gripið geti orðið tölu­vert.

Málið verður rakið fyr­ir dóm­stól­um í Osló hinn 23. sept­em­ber og munu sam­tök­in þá kom­ast að því hvort því verði vísað frá eða hvort hægt verði að halda áfram með lög­sókn­ina. Bú­ist er við niður­stöðu úr þess­um fyrsta hluta strax í októ­ber og ef dóm­ur­inn verður Nei til EU í hag er ekki gert ráð fyr­ir end­an­legri niður­stöðu fyrr en á næsta ári. Fari svo að sam­tök­in vinni að end­ingu málið mun niðurstaðan hafa áhrif á Ísland þar sem Nor­eg­ur hef­ur þá ekki mátt af­nema stjórn­skipu­lega fyr­ir­vara og er kom­inn í tráss við sína stjórn­ar­skrá. Fell­ur inn­leiðing­in í Nor­egi þá úr gildi og orkupakk­inn gild­ir því ekki held­ur fyr­ir Ísland eða Liechten­stein.

Lítið hef­ur verið gert úr orkupakk­an­um af þing­mönn­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar en hann er ekki svo lít­ill og áhrif hans eru víðtæk. Það verður áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi mála í Nor­egi og í raun væri eðli­leg­ast að bíða eft­ir niður­stöðu þar ytra áður en Ísland held­ur áfram að meðhöndla málið í þing­inu. Það er ekki laust við að ég spyrji mig enn á ný hvers vegna rík­is­stjórn­inni ligg­ur svona mikið á.

 

Anna Kolbrún Árnadóttir, alþingismaður.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. ágúst, 2019.