Hvað verða mörg störf til við endurnýjun öldudufla?

Rík­is­stjórn­in kynnti fyr­ir skömmu svo­kallaðan fjár­fest­ingapakka til að blása lífi í efna­hags- og at­vinnu­lífið.  For­ystu­menn at­vinnu­lífs­ins gerðust fjöl­miðlafull­trú­ar og fögnuðu þessu mjög. Hvort það er vegna and­rúms­lofts­ins í sam­fé­lag­inu þar sem all­ir verða að vera sam­mála, ganga og dilla sér í takt eins og kónga­lest í góðri veislu, veit ég ekki.  Hitt er annað mál að margt í þess­um til­lög­um er sér­stakt svo ekki sé meira sagt.

Það sem vek­ur vit­an­lega at­hygli er að ekki hef­ur verið lagt nokk­urt mat á það hvort þessi pakki fjölgi störf­um.  Ekki hef­ur verið skoðað hvar þessi störf verða til.  Ekki hef­ur því verið svarað hvort störf­in verða til í einka­geir­an­um eða hjá rík­inu eða hvoru tveggja. Í raun hafa stjórn­völd ekki hug­mynd um hverju þetta skil­ar. Í texta með þings­álykt­un­inni sem um þetta fjall­ar seg­ir m.a.: „Mik­il­vægt er að verk­efn­in skapi eft­ir­spurn eft­ir ólík­um teg­und­um starfa og að þau dreif­ist um landið.“  Ekki er neitt að finna um hvernig það eigi að ná þessu mark­miði.

Annað sem vek­ur at­hygli er að sumt sem þarna er talið upp mun alls ekki búa til nein störf.  Fjár­festa á í búnaði, setja í gang vinnu við eitt og annað sem skil­ar kannski ein­hverju seinna o.s.frv.

Ýmis­legt er svo talið upp í sk. nán­ari lýs­ingu á fjár­fest­ing­ar­verk­efn­um.  Rík­is­eign­ir fá 730 millj­ón­ir í ýmis verk­efni, eitt þeirra er: „End­ur­skipu­lagn­ing á vinnu­rým­um Stjórn­ar­ráðsins.“ Annað verk­efni kall­ast „Hönn­un og end­ur­bæt­ur á þingsal.“  Lík­lega er átt við þingsal Alþing­is en í þetta og viðhald á hús­næði á að setja 62 millj­ón­ir.  Á ein­um stað stend­ur „Þing­mannagátt er hluti af þróun ra­f­rænn­ar þjón­ustu fyr­ir kjörna full­trúa þjóðar­inn­ar.“  Ég er hlynnt­ur þessu en er þetta málið núna?  Vega­gerðin á að fá sitt en um þau verk­efni seg­ir m.a.: „Í kjöl­far óveðurs í vet­ur er þörf á end­ur­nýj­un ým­issa kerfa og mæla, upp­lýs­ingagátt vega, upp­lýs­inga­kerfi um veður og sjó­lag, end­ur­nýj­un öldudufla, fær­an­leg lok­un­ar­hlið, sjáv­ar­hæðarmæl­ing­ar og frum­rann­sókn­ir hafna og stranda.“  Mér þætti gam­an að vita hvernig end­ur­nýj­un öldudufla og fær­an­leg lok­un­ar­hlið geta verið bráðaaðgerð vegna efna­hags­áfalls?  Mennta­málaráðherra fær sitt: „Efla Rann­sókn­ar­sjóð og Innviðasjóð með það að mark­miði að tryggja alþjóðlegt sam­keppn­is­hæfi á vís­inda­sam­starfi og rann­sókn­ar­um­hverfi með bættri fjár­mögn­un.“

Ef­laust eru þessi atriði sem hér eru tal­in upp ágæt og mik­il­væg á ein­hverj­um tíma­punkti.  Mörg þeirra eru aug­ljós­lega inn­an rík­is­apparats­ins og munu því ekki skapa nein störf utan kerf­is­ins líkt og end­ur­nýj­un öldudufla.  Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra er vorkunn því svo virðist sem all­ir við borðið hafi orðið að fá eitt­hvað af kök­unni og fyr­ir vikið sleikja nú ráðherr­arn­ir út um, sadd­ir og sæl­ir að safna í sarp­inn fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar.

 

Höf­und­ur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og vara­formaður Miðflokks­ins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 30. mars, 2020