Inga og dylgjurnar

Inga Sæ­land fer oft mik­inn í ræðustól Alþing­is, fjöl­miðlum og greina­skrif­um enda ligg­ur henni oft mikið á hjarta. Hjarta Ingu er ör­ugg­lega stórt enda vill hún taka utan um allt og alla. Inga á það hins veg­ar til að ýja að hlut­um og dylgja.  25. janú­ar sl. ritaði Inga pist­il hér í Mogg­ann og kaus að tengja stutta viðkomu mína í sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu við af­rit af sam­komu­lagi sem ís­lensk og pólsk stjórn­völd stefndu á að gera og kom fyr­ir í tölvu­póst­um í sk. Sam­herja­skjöl­um.  Ýjar hún að því að Sam­herji hafi haft ein­hvern aðgang að ráðuneyt­inu.  Nú er það þannig að sam­komu­lagið er milli tveggja aðila, Íslands og Pól­lands. Fjöl­marg­ir koma að slíkri vinnu, emb­ætt­is­menn beggja landa, ræðis­menn og sendi­ráðsfólk, starfs­fólk ráðherra, ráðherra o.fl.
 

Eft­ir fyr­ir­grennsl­an hér heima sem ég fór í er þessi skjöl komu fram er ljóst að ekki fóru nein gögn úr ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­ráðuneyt­inu til eins til­tek­ins fyr­ir­tæk­is. Af skrif­um Ingu verður held­ur ekki séð að þetta sé end­an­legt plagg sem ritað var und­ir.

Stjórn­völd á hverj­um tíma reyna að gera samn­inga við önn­ur ríki um hags­muni þjóðar­inn­ar. Stjórn­mála­menn mæta á viðburði o.fl. til að sýna hóp­um eða fyr­ir­tækj­um stuðning en ekki man ég eft­ir því að nokk­urn tíma hafi eitt fyr­ir­tæki notið sér­stakr­ar fyr­ir­greiðslu, a.m.k. ekki hjá mér. Dylgj­ur Ingu eru vit­an­lega póli­tísk­ar enda flokk­ur henn­ar í vanda en miðað við hvernig hún sjálf vill að stjórn­mál­in séu þá kem­ur þetta á óvart. Það má dylgja um margt t.d. að Inga nyti sér­kjara í sinni risa­stóru ör­yrkja­í­búð sem rúmað gæti stóra fjöl­skyldu eða að fjár­mun­ir sem hún lagði hald á eft­ir söfn­un í Há­skóla­bíói hefðu ekki skilað sér á rétt­an stað? Í mála­til­búnaði Ingu 25. janú­ar kom ekk­ert nýtt fram.

Samn­ing­ar sem gerðir eru við önn­ur ríki taka mið af heild­ar­hags­mun­um Íslands sem er annað en Inga ýjar að í sín­um pistli. Sem bet­ur fer þá fara þeir samn­ing­ar oft­ast sam­an við hags­muni fyr­ir­tækja og ein­stak­linga en alltaf er horft á hags­muni heild­ar­inn­ar. Það á líka að vera þannig þegar samið er að leitað sé álits hagaðila því það er til lít­ils að semja ef það skil­ar engu. Við Inga vit­um það bæði að í störf­um okk­ar hitt­um við eða fáum ósk­ir um að hitta fólk frá margs kon­ar sam­tök­um og fyr­ir­tæk­um, hópa fólks og ein­stak­linga sem hafa skoðanir, hug­mynd­ir eða ósk­ir fram að færa. Það er eðli stjórn­mál­anna, en okk­ar að vega og meta hvort við get­um, vilj­um og telj­um við hæfi að hlusta og e.t.v. aðstoða. Ég myndi gjarn­an vilja hitta fleiri frá fyr­ir­tækj­um og ein­stak­linga með frá­bær­ar hug­mynd­ir en ég hef þegar gert. Við eig­um í góðu sam­bandi við Pól­verja og án efa get­um við eflt það enn frek­ar. Hér á landi búa þúsund­ir Pól­verja og marg­ir Íslend­ing­ar stunda viðskipti í Póllandi. Þannig á það að vera sem víðast.

 

Höf­und­ur: Gunn­ar Bragi Sveins­son, þingmaður Suðvesturkjördæmis og varaformaður Miðflokksins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 3. febrúar, 2020