Ketó skál fyrir tvo

Matarhorninu hefur borist ný uppskrift frá þingmanninum okkar Þorsteini Sæmundssyni.  Að þessu sinni deilir Þorsteinn með okkur uppskrift að ljúffengri Ketó skál fyrir tvo.

Ketó skál fyrir tvo

 
  • 1 bakki af uppáhaldssalatinu ykkar
  • 10 kirsuberjatómatar skornir í tvennt
  • Hálfur poki Edamame baunir 
  • 1 poki ,,Hot mexican quinoa“ 
  • Hálfur rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
  • 6 sneiðar beikon, skornar í litla bita
  • 250-300 gr. nautahakk
  • 2 egg

Eldunaraðferð:

Hitið Edamame baunir á pönnu í smá olíu og saltið vel.

Hitið beikonið í ofni í eldföstu fati þar til brakandi.

Mótið tvö buff úr hakkinu og steikið að smekk, kryddið með salti og pipar.

Hitið Quinoa í tvær mínútur á pönnu í smá olíu.

Spælið eggin að smekk.

Raðið öllu í skál.  Salat og annað grænmeti neðst, svo beikon, edamame og quinoa.  Buffið efst og spælt egg ofan á.

Verði ykkur að góðu!