Kraftmiklir og víðsýnir einstaklingar leiða lista Miðflokksins

Andar nýsköpunar og framkvæmda, fjármála og skipulagsmála svífa yfir Miðflokksfólkinu:

 

1. sæti   Þröstur Jónsson, rafmagnsverkfræðingur.  Þröstur hefur mikla reynslu af frumkvöðlastarfi, fjármála- og verkefnastjórnun. Þröstur berst fyrir skilvirkri stjórnsýslu sem þarf að vera lausnamiðuð og leggur áherslu á að bæjarstjórnarmenn þjóni frekar en drottni. Þröstur hefur um langa tíð rekið hátæknifyrirtæki með starfsstöðvar á Egilsstöðum og Seyðisfirði auk þess sem fyrirtækið hefur starfsstöðvar í Bretlandi, Noregi og í Bandaríkjunum.

2. sæti  Örn Bergmann Jónsson er uppalinn á Seyðisfirði.  Hann bjó um tíma í Reykjavík en flutti austur nýlega þar sem hann festi kaup á gistiheimili. Húsi sem faðir hans byggði á sínum tíma. Örn sér sóknarfæri í sinni heimabyggð og kaus að flytja til baka á æskuslóðirnar.

3. sæti  Helgi Týr Tumason er uppalinn á Djúpavogi og starfar í dag hjá Alcoa Fjarðaráli. Helgi berst fyrir íþrótta og æskulýðsmálum og hann leggur áherslu á að framtíð nýs sameinaðs sveitarfélags liggi í æskunni. Forvarnir hvers konar eru honum ofarlega í huga. Helgi leggur áherslu á að styðja við félagasamtök sem vinna að slíkum málefnum.

4. sæti  Þórlaug Alda Gunnarsdóttir, fulltrúi.  Þórlaug er uppalin á Héraði. Hún leggur áherslu á að efla skólastarf og heilsugæslu. Þórlaug berst fyrir því að börnum standi til boða nám og aðstaða í heimabyggð eins og annars staðar á landinu og fólk eigi möguleika á vinnu við hæfi í heimabyggð.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar má lesa hér í heild sinni