Landsþing 5. júní kl. 13:00

Landsþing Miðflokksins verður haldið laugardaginn 5. júní á fjarfundarkerfinu Zoom og hefst það kl. 13:00.

Ræða formanns Miðflokksins hefst kl. 13:05 og verður henni streymt beint hér á heimasíðu flokksins.  >> Streymishlekkur hér >>

Fjölmiðlum er velkomið að koma í nýtt húsnæði flokksins að Hamraborg 1 í Kópavogi á 3. hæð og vera viðstödd ræðu formanns sem er á dagskrá klukkan 13:05.

Eftir það er fundurinn aðeins opinn Landsþingsfulltrúum.

Innra svæði með þinggögnum fyrir Landsþingsfulltrúa er aðgengilegt hér á heimasíðunni með rafrænum skilríkjum eða íslykli. 

>> Smellið hér til að fara á Innra svæði Landsþingsfulltrúa >>

Þingi verður svo frestað til 14. ágúst þar sem fundi verður framhaldið og við höldum síðari hluta Landsþingsins á Hilton Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut.