Menning og listir

Menning og listir

 

1.  Miðflokkurinn leggur áherslu á að styðja við listir og skapandi greinar.  Má þar nefna þá viðburði sem sveitarfélögin eru nú þegar þekkt fyrir.  Það er aldrei of oft sagt hvað starf íbúa sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlífið með listsköpun hvers konar er mikilvægt. Má þar nefna tónlistarviðburði og leiklist auk þeirra sköpunar sem á sér stað í myndlist.

2.  Miðflokkurinn ætlar að gera handverki íbúa hátt undir höfði. Í handverki og handbragði liggur menningararfur okkar og sköpun. Þeir sem stunda handverk hvers konar eiga skilið stuðning.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar má lesa hér í heild sinni