Missum ekki sjónar af því sem skiptir máli

 

 

 

Missum ekki sjónar af því sem skiptir máli

 

Að taka þátt í stjórnmálum er ekki allra“ tebolli“, enda getur þessi tebolli verið ansi beiskur á köflum.

Beiskur segirðu? Já það vill því miður oft gleymast að á bak við stjórnmálaflokk stendur nefnilega bara fólk já ég sagði “bara” fólk, eins og ég og þú. Flest ef ekki öll okkar erum við með eitt markmið og það er að efla og styrkja samfélagið okkar, gera það betra og öflugra. Við erum ekkert endilega öll sammála um aðferðafræðina að markmiðum okkar. Við það að taka þátt og bjóða sig fram er hins vegar stigið inn í annan veruleika, þú kemur til með að gera mistök rétt eins og allir gera á einhverjum tímapunkti. Flest lærum við af mistökum  að gera mistök er mannlegt, og það mannlegt að enginn, já ég sagði enginn fer í gegnum lífið án þess. En einhvern vegin eigum við til í að týna okkur í mistökunum og missa sjónar af því sem raunverulega skiptir máli. Skiptir máli! hvað ertu að segja að skipti meira máli ? Einfaldlega markmiðin sem við settum okkur í upphafi.

 Ef við týnum okkur í hlutum sem skipta framtíðina engu máli hvað varðar stóra drauma og bætta framtíð fyrir okkur öll, þá komumst við aldrei á leiðarenda. Enginn verður óbarinn biskup er máltæki sem flestir þekkja, en ég hef aldrei skilið það almennilega fyrr en ég fór að hella mér í pólitíkina. Ég er ekki verri manneskja en aðrir og vill engum illt. Ég vil hins vegar berjast fyrir framtíð samfélagsins og ég er tilbúin að gera mistök og læra af þeim.

Ert þú tilbúin að hugsa þig tvisvar um áður en þú dæmir mig út frá einni setningu sem ég sagði vitlaust eða svipbrigðum sem ekki voru æskileg eða ef ég gerist sek um að tala áður en ég hugsa? Ert þú tilbúin að hugsa þig tvisvar um áður en þú lastar mig á netinu eða aðra fyrir mistök sem allir hafa gert á einhverjum tímapunkti? Ég er bara manneskja, móðir sem vil láta gott af mér leiða og tryggja dóttur minni og öllum öðrum jöfn tækifæri á góðri framtíð í sveitarfélaginu.  

 

Þórlaug Alda Gunnarsdóttir

Skipar 4 sæti á lista Miðflokksins í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi.