Nefndarálit og breytingartillaga frá Önnu Kolbrúnu Árnadóttur

Á þingstubbnum sem lauk 5. september var til umræðu og samþykkt á Alþingi breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru (frekari aðgerðir vegna vinnumarkaðar). 

Málið var til umræðu í velferðarnefnd þar sem Anna Kolbrún Árnadóttir á sæti. 

Við frumvarpið lagði Anna Kolbrún fram nefndarálit og breytingartillögu. 

Anna Kolbrún lagði til nokkrar breytingar við frumvarpið, en allar breytingarnar voru felldar. 

Mikið hefur verið kallað eftir því að komið verði til móts við foreldra langveikra og alvarlegra fatlaðra barna, ráðherra hefur ekki enn brugðist við og ekki er komið til móts við þessar fjölskyldur í frumvarpinu. 

Laun í sóttkví eiga að ná til foreldra langveikra barna og barna með alvarlega fötlun. 

500 fjölskyldur eru í þeirri stöðu að geta ekki nýtt þá þjónustu sem börn þeirra þurfa vegna fötlunar sinnar og eiga lagalegan rétt á að nýta. Foreldrar eiga ekki að hafa áhyggjur af því að missa starf sitt vegna skerðinga á þjónustu og lokunar skólastiga sökum sóttvarnarráðstafana eða að börn þeirra séu með undirliggjandi sjúkdóma og þar með bælt ónæmiskerfi.

Nám er tækifæri – fyrir alla.

Einstaklingar í atvinnutengdri starfsendurhæfingu eiga að hafa sömu tækifæri og þeir sem eru án atvinnu til náms í iðn- og tækninámi án þess að þurfa að skrá sig á atvinnuleysisskrá, það eykur aðeins flækjustig og gerir það að verkum að margir munu falla á milli skips og bryggju.

Hækkum ECTS einingar í 22.

Með því að hækka ECTS einingar í 22 eru teknar niður óþarfa girðingar sem munu letja fólk til þess að stunda nám sitt að fullu. Sú leið sem stjórnarflokkarnir boða bíður aðeins upp á að nemi geti aðeins tekið eitt til tvö fög á háskólastigi.

Jafnframt má beina því til ráðherra að tryggja að rödd stúdenta heyrist við þá heildarendurskoðun sem nú er í vinnslu á lögum um atvinnuleysistryggingar. Um 70% stúdenta vinna samhliða námi og í 86% tilvika er það til þess eins að geta framfleytt sér. Atvinnuleysistryggingasjóður er fjármagnaður með atvinnutryggingagjaldi sem greitt er af launum vinnandi fólks, þar á meðal stúdenta. Þrátt fyrir það er stúdentum ekki veittur réttur til atvinnuleysisbóta og þess öryggisnets sem þær veita þegar þörfin er mest.

 

Fylgstu með Önnu Kolbrúnu Árnadóttur á Alþingi.