Niðurstaða í oddvitakjöri Reykjavíkurkjördæmis suður

Niðurstaða liggur nú fyrir í ráðgefandi oddvitakjöri Reykjavíkurkjördæmis suður sem fram fór föstudaginn 23. júlí og laugardaginn 24. júlí.

Tveir gáfu kost á sér í oddvitasætið, þau Fjóla Hrund Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks Miðflokksins og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins í Reykjavík suður.  

Fjóla Hrund hafði betur í oddvitakjörinu, en hún hlaut 58% greiddra atkvæða, en hlaut Þorsteinn 42% greiddra atkvæða.  Kjör­sókn var 90%.

Niður­stöðurn­ar hafa verið send­ar upp­still­ing­ar­nefnd kjör­dæm­is­ins og verður fram­boðslisti lagður fyr­ir fé­lags­fund Miðflokks­fé­lags Reykja­vík­ur­kjör­dæm­is suður, þar sem greidd verða at­kvæði um list­ann. 

Félagsfundur kjördæmisins verður haldinn mánudaginn 26. júlí kl. 20:00 í Hamraborg 1 og samtímis á Zoom.