Öryggi

Það er frumskylda ríkisvaldsins að vernda öryggi borgaranna.  Miðflokkurinn hefur beitt sér fyrir því að lögregla og landamæraeftirlit fái úrræði og fjármagn til að beita sér gegn skipulagðri glæpastarfsemi og að gerðar verði ráðstafanir til að bregðast við skýrslu Ríkislögreglustjóra um stóraukin umsvif afbrotahópa á Íslandi. Liðsmönnum erlendra glæpagengja á að vísa úr landi.