Sameiningarmál

Sameiningarmál

 
  1.    Við ætlum að fylgja núverandi sameiningaráætlun og leggjum áherslu á að klára ferlið fljótt og vel.
  2.    Við ætlum að leggja mikla áherslu “sveitarfélagið allt” - að allir vinni saman sem ein heild en ýtt verði undir sérstöðu hvers samfélags eða svæðis.
  3.    Við ætlum að láta styrk svæðisins liggja í fjölbreyttum búsetumöguleikum innan sama atvinnu-, þjónustu-, afþreyingar- og markaðssvæðis.  Langtímamarkmið okkar er að svæðið verði öflugasti landshlutinn þegar kemur að bestu búsetuskilyrðum fyrir fjölskyldufólk og fjölbreytt hátekjustörf.
  4.    Við ætlum að ná fram meiri skilvirkni nefnda og ráða á vegum sveitarstjórnar.  Miðflokkurinn vill vinna gegn ákvarðanafælni og töfum í meðferð sveitastjórnar á einstökum málum.
 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar má lesa hér í heild sinni