Satt og logið um Sundabraut

 

Satt og logið um Sundabraut

 
Fréttamiðill­inn Kjarn­inn komst ekki að kjarn­an­um í frétt sinni sem birt­ist í net­heim­um fimmtu­dag­inn 10. sept­em­ber 2020. Höf­und­ur frétt­ar­inn­ar virðist hvorki hafa aflað full­nægj­andi gagna né byggt á gögn­um sem Vega­gerðin og aðrir hafa unnið hingað til varðandi Sunda­braut. Yf­ir­skrift frétt­ar­inn­ar er: „Friðlýs­ingaráform Minja­stofn­un­ar setja lagn­ingu Sunda­braut­ar í upp­nám“.

Fyr­ir­sögn Kjarn­ans er ekki aðeins vill­andi held­ur einnig ósönn þrátt fyr­ir að vísað sé í er­indi Vega­gerðar­inn­ar til Minja­stofn­un­ar. Um er að ræða minj­ar frá 13. öld sem m.a. Kristján Eld­járn, fyrr­ver­andi for­seti Íslands, vildi ótví­rætt vernda á Álfs­nesi.

Höf­und­ur frétt­ar Kjarn­ans virðist bíta höfuðið af skömm­inni þegar hann legg­ur upp með að Minja­stofn­un, sem lítið sem ekk­ert hef­ur verið hlustað á í öllu skipu­lags­ferl­inu hjá Reykja­vík­ur­borg, sé lík­lega söku­dólg­ur­inn og vilji stöðva bygg­ingu Sunda­braut­ar. Ekk­ert er fjær sann­leik­an­um sé litið til gagna máls­ins.

Sunda­braut get­ur legið þannig í land­inu að lega henn­ar muni ein­mitt ekki ógna forn­minj­um á Álfs­nesi. Hins veg­ar horf­ir öðru­vísi við um áform Reykja­vík­ur á svæðinu þegar kem­ur að áform­um borg­ar­inn­ar um iðnaðar­höfn við sund­in blá og steinsnar frá Mos­fells­bæ.

Áform Reykja­vík­ur­borg­ar að koma fyr­ir iðnaðar­höfn í næsta ná­grenni Mos­fells­bæj­ar og ofan í afar viðkvæm­ar forn­minj­ar frá 13. öld eru ekki í sam­ræmi við lög og regl­ur um minja­vernd. Skipu­lags­ferlið virðist einnig hafa verið van­rækt af hálfu meiri­hlut­ans í Reykja­vík og það vís­vit­andi.

Hver þekk­ir ekki til þess þegar taliban­ar í Af­gan­ist­an sprengdu forn­minj­ar í stjórn­artíð sinni þar í landi? ISIS eyðilagði menn­ing­ar­arf Pal­myra í Sýr­landi og henti gam­an að í fornu róm­versku hring­leika­húsi í sama mund og það var sprengt í loft upp. Ný­lega varð for­stjóri iðnaðarris­ans Rio Tinto, sem rek­ur m.a. ál­verið í Straums­vík, rek­inn eft­ir að hafa sprengt forna hella frum­byggja í Ástr­al­íu í loft upp. Þetta reyn­ast allt alþjóðleg­ar stór­frétt­ir. Nú virðist sem ófá­ir borg­ar­full­trú­ar Reykja­vík­ur, und­ir leiðsögn Pírata, ætli sér að bakka tals­vert aft­ur í þró­un­ar­sög­unni enda virðist þrosk­inn tals­vert tak­markaður sé litið til af­greiðslu þessa máls og allr­ar um­fjöll­un­ar um minja­vernd, lög og regl­ur.

Til að svara frem­ur óvandaðri frétt Kjarn­ans um málið má benda á loka­ein­tak um­hverf­is­mats­skýrslu Vega­gerðar­inn­ar varðandi 1. áfanga Sunda­braut­ar í maí 2004 en þar seg­ir m.a. um minja­vernd: „Eng­ar friðlýst­ar forn­leif­ar eru á svæðinu, en garður úr grjóti mun fara und­ir fram­kvæmd­ir Sunda­braut­ar verði ákveðið að fara leið I.“

Í ít­ar­legri skýrslu Minja­safns Reykja­vík­ur nr. 139 varðandi 2. áfanga Sunda­braut­ar, sem unn­in var 2008, seg­ir að í ljósi rann­sókna: „...munu fram­kvæmd­ir Sunda­braut­ar 2. áfanga ekki hafa mik­il bein áhrif á forn­leif­ar, miðað við það sem áður stóð til“. Þar er lagt til að lega braut­ar­inn­ar verði frem­ur suðaust­an í Álfs­nesi en ekki í því suðvest­an meg­in þar sem iðnaðar­höfn er hins veg­ar nú áformuð af hálfu meiri­hlut­ans í Reykja­vík.

Þessu til viðbót­ar má minn­ast á skýrslu Borg­ar­minja­safns Reykja­vík­ur nr. 191 frá ár­inu 2018 sem unn­in var að beiðni um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­vík­ur. Þar seg­ir: „Minja­svæði Sunda­kots og búðasvæði versl­un­arstaðar­ins við Þer­n­eyj­ar­sund eru ein­stak­ar minj­ar og eng­ar lík­ar í Reykja­vík, bæði hvað varðar ald­ur minj­anna og menn­ing­ar­legt gildi þeirra og eru fiski­byrg­in hluti af því.“ En í þess­ari skýrslu er sér­stak­lega litið til áforma um margra hekt­ara iðnaðar­höfn ofan í minj­ar frá 13. öld. Þarna horfði þetta því öðru­vísi við.

Það að blanda sam­an legu Sunda­braut­ar í umræður um að reisa á Álfs­nesi iðnaðar­höfn ofan í minja­heild frá 13. öld er rangt og vill­andi. Einnig er um er að ræða ómál­efna­legt fram­lag meiri­hlut­ans í Reykja­vík­ur­borg til iðnaðar­upp­bygg­ing­ar sem virðist að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ætli að styðja. Þar hegg­ur sá er hlífa skyldi. Iðnaður er mik­il­væg­ur en hann verður að byggj­ast upp í sam­ræmi við lög og regl­ur.

Í sama mund og lög­manna­fjöld er nú í her­för gegn fá­mennri stofn­un eins og Minja­stofn­un virðist standa eft­ir ein­beitt­ur póli­tísk­ur brota­vilji með því að fara gegn lög­um um minja­vernd, fara gegn sögu þjóðar, til­vist minja og þannig sögu Reykja­vík­ur. Það kem­ur því spánskt fyr­ir sjón­ir að formaður skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur­borg­ar hafi ný­lega kvartað sár­an í fjöl­miðlum und­an niðurrifi hverf­is­verndaðs húss við Skóla­vörðustíg sem byggt var í upp­hafi síðustu ald­ar en reka sam­hliða er­indi borg­ar­inn­ar um að verðmæt­ar minj­ar um upp­haf Reykja­vík­ur frá 13. öld verði „sprengd­ar í loft upp“.

Sunda­braut er sögð ekki ógna minj­um á Álfs­nesi svo nokkru nemi að mati forn­leifa­fræðinga en það mun fleiri hekt­ara iðnaðar­höfn við Þer­n­eyj­ar­sund gera. Við þurf­um iðnað og hafn­ir en verðum að fylgja lög­um og regl­um sem gilda í land­inu.

Fyr­ir grein­ar­höf­unda er það svo sem eng­in ný­lunda að Pírat­ar vilji leggja eitt hring­leik­ar­hús í rúst til að byggja sér annað nýrra er fell­ur bet­ur að sögu þeirra og upp­runa. Ekki styðja það.

 

Höf­und­ar eru Sveinn Óskar Sigurðsson, bæj­ar­full­trúi Mos­fells­bæj­ar og Vigdís Hauksdóttir, borg­ar­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 15. september, 2020