Seinni bylgja Covid-19, svör við fyrirspurnum

Gunnar Bragi Sveinsson tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Hann spurði þar ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um seinni bylgju Covid-19 og svör við fyrirspurnum. 

Gunnar Bragi spurði þar:

„Mig langar að spyrja ráðherrann: Er það vegna þess að ráðuneytið svarar ekki eða fást ekki gögn frá Samkeppniseftirlitinu um þessar spurningar? Þær eru í grófum dráttum þessar: Hve oft hafa utanaðkomandi aðilar verið settir til að hafa eftirlit með samruna? Hvaða aðilar eru þetta? Hvað hefur verið greitt fyrir þessa þjónustu? Mér finnst mjög sérstakt ef ekki er hægt að tína saman svör við þessum einföldu spurningum á 150 dögum. Mig langar að vita: Hvar liggur vandinn?"

Fyrirspurnina má sjá hér.