Sjónvarpslausir fimmtudagar - hátíðarútgáfa

#14 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 18.12.2022.

Haustþingið – Hvað gerðist? Hvað gerðist ekki? Hvaða ráðherra missti boltann oftast í gólfið? Hver er valinn ráðherra haustþingsins?

Sigmundur Davíð og Bergþór taka saman og fara yfir helstu atburði haustþingsins – samantekt sem þessi er ófáanleg annars staðar en í Sjónvarpslausum fimmtudögum.
Fór ríkisstjórnin í sérstakar æfingarbúðir til að undirbúa Íslandsmet sitt í útgjaldaaukningu? Eða er flokkunum fjárausturinn bara eðlislægur?
Stjórnleysi ber á góma, oft: Stjórnleysi í fjárútlátum. Stjórnleysi á landamærunum. Stjórnlaus fjölgun starfsmanna í hluta stjórnarráðsins. Stjórnlausir biðlistar og linnulausar árásir á bændastéttina.
Allt þetta og meira í sérstakri hátíðarútgáfu af Sjónvarpslausum fimmtudögum, beint í viðtæki landsmanna.
Þingflokkur Miðflokksins óskar hlustendum öllum gleðilegra jóla og þakkar samfylgdina á haustþinginu. Við erum rétt að byrja.

Hlustaðu á þáttinn hér

þátturinn á spotify