Sjónvarpslausir fimmtudagar

#27 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 27.4.2023

Bókun 35, ballið byrjar í utanríkismálanefnd – Evrópuráðsþingið, kostnaður og tilgangur? - Orkumál og atvinnustefna - Stjórnlaus staða málefna hælisleitenda – Fíkniefna og glæpafaraldur – Fjármálaáætlun og gagnrýnar umsagnir.

Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir mál vikunnar.

Meðferð utanríkismálanefndar á Bókun 35 vekur undrun. Hvað veldur?  Framundan er fundur leiðtoga aðildarríkja Evrópuráðsins, sem haldinn verður í Hörpu, hvert er markmiðið með fundi sem þessum? Opinn fundur í umhverfis- og samgöngunefnd í byrjun viku skilur eftir spurningar sem nauðsynlegt er að svara varðandi hvert stjórnvöld stefna í atvinnumálum.  Minni stjórn er á málefnum hælisleitenda eftir því sem mánuðirnir líða, með tilheyrandi áhrifum á velferðarkerfi og húsnæðismarkað. Ópíóðafaraldur og glæpafaraldur leiðast hönd í hönd, skilaboð stjórnvalda eru líklegri til að valda ruglingi en að færa mál til betri vegar.  Þetta og margt fleira í stútfullum þætti af Sjónvarpslausum fimmtudögum.

Hlustaðu á þáttinn hér

Þátturinn á Spotify