Skipulags- og umhverfismál

Skipulags- og umhverfismál

 

1.  Við ætlumst til að rammaskipulag sé unnið til langs tíma. Þannig er sköpuð alvöru framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.

Dæmi: Ákvarða staðsetningar á íbúðabyggð, atvinnustarfsemi og meginlínur samgangna.

2.  Vegna hugmynda um stækkun Egilsstaðaflugvallar ætlum við að gæta þess að ekki verði þrengt að honum.

3.  Við ætlum að láta aðalskipulag ýta undir sérstöðu hvers svæðis fremur en draga úr henni.

4.  Við ætlum að gera tímasetta langtímaáætlun um uppbyggingu, umhirðu og verndun grænna svæða.  Við ætlum að gæta þess að ásýnd samfélaga sveitarfélagsins, þéttbýlisstaðanna og dreifbýlisins, verði þróuð með fagfólki, landlagsarkitektum og garðyrkjufræðingum.

5.  Við ætlum að bæta umhverfisstjórnun. Við erum fylgjandi sameiginlegri mengunarlausri sorpbrennslustöð fyrir allt landið. Okkur þykir það siðferðilega rangt að fara fram á það að sorpi frá Íslandi verði eytt í öðrum löndum. Eyðingin getur átt sér stað við óviðunandi aðstæður - jafnvel í þriðja heims ríkjum með tilheyrandi vandamálum fyrir íbúa viðkomandi svæðis.

6.  Við ætlum að gæta meðalhófs í umhverfismálum við uppbygginu á atvinnustarfsemi. Náttúra og umhverfi okkar skal höfð að leiðarljósi en þess gætt að ekki sé þrengt að eðlilegri þróun atvinnustarfsemi.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar má lesa hér í heild sinni