Skógrækt á Austurlandi

Skógrækt á Austurlandi

Á Fljótsdalshéraði er miðpunktur skógræktar á Íslandi. Á Austurlandi voru árið 2018, 134 jarðir með skógræktarsamninga auk nokkurra smærri samninga eða alls 151 samningur. Samningarnir hljóða upp á 16.294 hektara í heild og þegar hafði verið plantað í 7.184 hektara árið 2018 og síðan hefur eitthvað bæst við.  Eftir er að planta í 6.654 hektara á Austurlandi eða um 20 milljónum plantna miðað við samninga 2018.  Árið 2018 var plantað rúmum 500 þúsund plöntum á Austurlandi, en betur má ef duga skal.  Samkvæmt þessu eru stór verkefni framundan í plöntun á Austurlandi og enn bætast við samningar.  Miðflokkurinn mun beita sér fyrir að gerðir verði skógræktarsamningar um jarðir sem eru í eigu og umsjá sveitarfélagins.

Á þeim rúmu 7 þúsund hekturum sem búið er að planta skógi í, bíður skógurinn umhirðu. Fyrir liggur að þúsundir ársverka bíða í skóginum í uppkvistun, bilun og grisjun, auk annarra nauðsynlegra verka eins og til dæmis slóðagerð, undirbúningi lands undir plöntun og girðingar fyrir sauðfé.

Á síðastliðnum einum og hálfum áratug hefur dregið verulega úr framlögum til skógræktar á Íslandi þrátt fyrir góð fyrirheit. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins undirbýr nú þingsályktunartillögu um að fela umhverfis- og auðlindaráðherra að fjórfalda framög til nýskógræktar á Íslandi, fjölgað verði plöntun úr 3 milljónum plantna í 12 milljónir plantna á ári til eflingar kolefnisbindingar. En auk þessa þarf að setja verulegt fjármagn í umhirðu skóganna til að ná hámarks arði úr skógunum þegar til lokahöggs kemur.

Aukin kolefnisbinding með skógrækt minnkar sektir Íslands fyrir að standa ekki við gerða alþjóðasamninga um kolenfisbindingu, þess vegna á að auka fjarmágn til skógræktar, það er þjóðhagslega hagkvæmt (sparar útgjöld) auk þess sem skógarauðlindin kemur inn í hagkerfið með afurðir á löngum tíma sem er nauðsynlegt til að hafa meiri fyrirsjáanleika í íslenska hagkerfinu.

Sveitarstjórn nýs sveitarfélags BDFS þarf að þrýsta á ríkisvaldið um að sett verði aukið fjármagn í umhirðu skóganna í sveitarfélaginu og í aukna plöntun, auk þess að fylgja eftir upplýsingagjöf um mikilvægi þessa. Auk þess þarf að þrýsta á um að hagnaður af seldum kolenisheimildum skili sér inn í samfélagið sem býr þær til, í þessu tilviki til nýs sveitafélags BDFS. Þetta mun fjölga störfum í sveitarfélaginu okkar og auka hagsæld með því að tryggja góðan framgang skógarins.

Með því að stiðja Miðflokkinn (x-M) í sveitarsjórnarkosningunum 19. september stuðlar þú að því að þessum málum verði fylgt eftir.

 

Björn Ármann Ólafsson

Skipar 6. sæti á lista Miðflokksins í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi