Skólamál

Skólamál

 

1.  Við ætlum að samþætta tækniþróun við kennslu milli allra skóla.

2.  Við sjáum fyrir okkur að sveitarfélagið ýti undir samvinnu og sköpun í skólastarfi þar sem samstarf skóla byggist upp innan frá.

    • Við ætlum að gera samfelldan skóla- og frístundadag barna að markmiði í hverjum byggðarkjarna fyrir sig. Hreyfingu og öðrum tómstundum verði þá sinnt eftir að venjulegu skólastarfi lýkur.
    • Við ætlum að setja fram skýrar línur hvað varðar forvarnarmál og hafa öfluga stjórn í þeim efnum.

3.  Við vonum að fyrirtæki sjá hag í því, fyrir sig og samfélagið, að taka þátt í starfskynningu námsfólks.

4.  Menntun heim í hérað. Við ætlum að vinna að því að núverandi fyrirkomulag sveinsprófa verði endurskoðað með það að markmiði að færa próftökuna til sveitarfélagsins (í dag þurfa nemendur að sækja nám til Reykjavíkur).

5.  Við ætlum að auka vægi Menntaskólans á Egilsstöðum fyrir sveitarfélagið allt.

6.  Til lengri tíma litið viljum við að Háskóli Austurlands verði staðsettur í sveitarfélaginu.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar