Tilkynning frá Miðflokknum

Eftirfarandi tilkynning var send á fjölmiðla þann 29. október, 2020:

Tilkynning frá Miðflokknum

Miðflokkurinn hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, nr. 55/1980, með síðari breytingum.

Frumvarpið gengur út á að veita Vinnumálastofnun heimild til að leggja stjórnvaldssekt á atvinnurekanda sem vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greiðir launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði.  Einnig er lagt til að atvinnurekendum verði gert skylt að veita stéttarfélögum og trúnaðarmönnum aðgang að gögnum er upplýsa um kjör launamanna.

Lögum sem þessum hafa bæði atvinnurekendur og fulltrúar launamanna kallað eftir.  Hér er brugðist við því kalli.

Fyrsti flutningsmaður er Birgir Þórarinsson, sími: 898-6760 / birgirth@althingi.is

Frumvarpið má lesa hér