Varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum

Á Alþingi í gær var Birgir Þórarinsson málshefjandi sérstakrar umræðu um varnartengdar framkvæmdir á Suðurnesjum, þar sem utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra var til svara.

Í flutningsræðu sinni fór Birgir yfir varnartengd mál og sagði meðal annars: „Tilefni þessarar sérstöku umræðu eru fréttir þess efnis að utanríkisráðherra hafi lagt til, í apríl síðastliðnum í ráðherranefnd um ríkisfjármál í tengslum við fjáraukalög, uppbyggingu fyrir Atlantshafsbandalagið, NATO, í Helguvík á Suðurnesjum. Málið verður vart skilið á annan veg en að þetta hafi ráðherra gert til að tryggja betur stöðu Íslands í eftirliti og vörnum Norður-Atlantshafsins. Jafnframt hefur komið fram að tillagan hafi ekki náð fram að ganga. Þetta vekur upp áleitnar spurningar, ekki síst þá hvort ríkisstjórnin sé með því að hverfa frá þjóðaröryggisstefnunni sem hún hefur skuldbundið sig til að framfylgja. Því verður að svara. Því verður að svara hvers vegna tillaga utanríkisráðherra var felld."

Flutningsræðu Birgis má sjá hér. 

Karl Gauti Hjaltason tók til máls í umræðunni og fór meðal annars um atvinnuleysi á Suðurnesjunum og nefndi þar að framkvæmdir væru mikilvæg innspýting í atvinnulífið. 

Ræðu Karls Gauta má sjá hér. 

Í seinni ræðu Birgis fór hann yfir ósvaraðar spurningar og nefni þar sérstaklega hvers vegna tillaga ráðherra var felld þegar hún var í fullu samræmi við þjóðaröryggisstefnuna.

Seinni ræðu Birgis má sjá hér. 

Umræðuna í heild sinni má sjá hér.