Verjum fyrirtækin og störfin - hugsum stórt

Miðflokk­ur­inn hef­ur frá upp­hafi krepp­unn­ar lagt áherslu á að koma þyrfti strax með stór­ar, al­menn­ar og dýr­ar lausn­ir því það að gera lítið í einu á löng­um tíma yrði á end­an­um enn dýr­ara. Í mars kynnti flokk­ur­inn fyrst sín­ar lausn­ir eft­ir að stjórn­völd höfðu dregið lapp­irn­ar með að kynna al­vöruaðgerðir. Síðan þá hef­ur vand­inn auk­ist og pakk­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru enn ekki nógu stór­ir og af­ger­andi.
 

Miðflokk­ur­inn kynnti í gær­morg­un fleiri til­lög­ur sem eru stór­ar og virka strax.

Al­menn­ar lausn­ir fyr­ir heim­ili:

Mark­mið: Verja lífs­kjör allra og auka ráðstöf­un­ar­tekj­ur

Lækka staðgreiðslu skatta, tekju­skatt og út­svar í 24% til loka árs 2021

Aðgerð sem nær til launþega, eldri borg­ara og ör­yrkja, frá og með 1. júní nk. til 31.des­em­ber 2021. Lækk­un­in eyk­ur ráðstöf­un­ar­tekj­ur sem skil­ar sér í auk­inni einka­neyslu og styður við inn­lend fyr­ir­tæki.

Greiðslur vaxta og verðbóta vegna fast­eignalána at­vinnu­lausra falla niður í allt að 18 mánuði og höfuðstóll verður fryst­ur

Aðgerðin nær til allra sem eru á at­vinnu­leys­is­skrá, frá og með 1. júní nk. til 31. des­em­ber 2021. Ríkið sem­ur við lána­stofn­an­ir sem skipta með sér til helm­inga vaxta­kostnaði vegna aðgerðanna. Láns­tími leng­ist til jafns við lengd fryst­ing­ar.

Al­menn­ar lausn­ir fyr­ir ferðaþjón­ust­una:

Mark­mið: Að gera ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um kleift að leggj­ast í dvala til að geta risið upp aft­ur

Öll inn­lend lán ferðaþjón­ust­unn­ar verða fryst til loka árs 2021

Aðgerðin nær til allra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja sem hafa orðið fyr­ir veru­legu tekju­falli vegna heims­far­ald­urs­ins. Lán verða fryst frá og með 1. júní nk. til 31. des­em­ber 2021. Ríkið sem­ur við lána­stofn­an­ir um að vaxta­kostnaði vegna aðgerðanna verði skipt til helm­inga á milli rík­is­sjóðs og banka.

Greiðslur fast­eigna­gjalda verða fryst­ar í 24 mánuði vaxta­laust

Sveit­ar­fé­lög frysta all­ar greiðslur fast­eigna­gjalda af öllu hús­næði ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja til 24 mánaða, vaxta­laust. End­ur­greiðsla með 48 jöfn­um af­borg­un­um, sú fyrsta eft­ir 30 mánuði.

Fyr­ir­tækj­um og starfs­fólki verði gert kleift að viðhalda ráðning­ar­sam­bandi án launa­greiðslu í allt að 12 mánuði

Úrræðið nær til allra ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækja og starfs­fólks þeirra, sem hafa orðið fyr­ir veru­legu tekju­falli vegna áhrifa heims­far­ald­urs­ins. Lausn verður fram­kvæmd með út­víkk­un laga nr. 19/​1979, þar sem at­vinnu­rek­andi get­ur við viss­ar aðstæður tekið starfs­mann af launa­skrá en ráðning­ar­samn­ing­ur­inn held­ur gildi sínu.

Fyr­ir öll fyr­ir­tæki:

Trygg­inga­gjaldið verður fellt niður til loka árs 2020

Frá og með 1. júní nk. til 31. des­em­ber 2020.

Rík­is­stjórn­in kýs að taka lít­il skref og leggja til flókn­ar lausn­ir s.s brú­ar­lán­in sem enn eru ekki til­bú­in.

Það þarf að hugsa stórt og djarft og þannig eru til­lög­ur Miðflokks­ins.

 

Höf­und­ur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is og vara­formaður Miðflokks­ins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 29. apríl, 2020