Verkefnið fram undan

Verk­efnið sem við stönd­um frammi fyr­ir nú er þess eðlis að við sem þjóð stönd­um sam­an og þannig mun okk­ur farn­ast best. Heil­brigðisráðherra hef­ur einnig sagt að við hefðum verið und­ir­bú­in og sér­stak­lega hefði heil­brigðis­kerfið sýnt undra­verðan sveigj­an­leika. Í þessu sam­bandi má nefna að höfðing­leg gjöf barst Land­spít­ala á dög­un­um, um var að ræða 17 nýj­ar gjör­gæslu­önd­un­ar­vél­ar, 6.500 sótt­varn­ar­grím­ur, 1.000 varn­argalla, 2.500 varn­argler­augu og 140.000 veirup­inna. Að gjöf­inni stóðu 14 ís­lensk fyr­ir­tæki og kom gjöf­in að góðum not­um og meira er víst á leiðinni. Annað sem hef­ur tek­ist mjög vel og er þakk­arvert er þegar Íslensk erfðagrein­ing hóf að skima fyr­ir veirunni og með þeim hætti að aðstoða hið op­in­bera og það með frá­bær­um ár­angri.

Að lokn­um Covid-19-far­aldr­in­um mun­um við geta minnst þessa sem tíma þar sem þjóðin stóð sam­an. Við mun­um einnig læra af þess­ari reynslu og vera bet­ur í stakk búin til þess að mæta frek­ari áskor­un­um. En það skipt­ir öllu máli að viður­kenna það að bæði hið op­in­bera og hið einka­rekna sneru bök­um sam­an til þess að freista þess að fá bestu niður­stöðuna. Sem dæmi um hvað læra má af þess­ari reynslu og hvernig færa má þá reynslu áfram þegar hvers­dag­ur­inn tek­ur við á ný má benda á að enn bíða um það bil 800 manns eft­ir því að kom­ast í liðskiptaaðgerð á hné og tæp­lega 400 ein­stak­ling­ar bíða þess að kom­ast í liðskipaaðgerð á mjöðm.

Það er ljóst að eng­inn þess­ara ein­stak­linga mun hafa tæki­færi til þess að fara til út­landa í nán­ustu framtíð til þess að fá bót meina sinna, ferðatak­mark­an­ir munu hamla þeirra för, ein­stak­ling­ar sem gætu orðið full­fær­ir til þess að taka þátt í sam­fé­lag­inu að aðgerð lok­inni. Stjórn­völd verða að sýna aðhald í fjár­mál­um ef þau ætla að fá hjól sam­fé­lags­ins af stað á ný og því er með öllu óeðli­legt, nú sem fyrr, að sóa fjár­mun­um í stað þess að nýta þjón­ustu sem bæði er ódýr­ari og hag­kvæm­ari fyr­ir alla aðila. Til að rifja það upp þá er greitt að fullu far­gjald hins sjúkra­tryggða og fylgd­ar­manns sem og dag­pen­ing­ar vegna nauðsyn­legs uppi­haldskostnaðar þess sjúkra­tryggða er­lend­is utan sjúkra­stofn­un­ar svo og nauðsyn­legs uppi­haldskostnaðar fylgd­ar­manns. Und­an­far­in fjög­ur ár hef­ur þessi til­hög­un kostað ríkið 128 millj­ón­ir. Þetta hef­ur fólk þurft að gera, vissu­lega að upp­fyllt­um skil­yrðum, þar sem það hef­ur ekki efni á því að leita til einka­rek­inna fyr­ir­tækja hér heima sem búin eru besta búnaði og skipuð fær­asta fag­fólki og sem nú eru enn án samn­ings við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands. Aðrir hafa greitt úr eig­in vasa ein­fald­lega til þess að kom­ast að í aðgerð hér heima án aðkomu Sjúkra­trygg­inga Íslands vegna þess að aðstæður voru óbæri­leg­ar, ein­stak­ling­ar sem hafa búið við þján­ing­ar með til­heyr­andi van­líðan í allt of lang­an tíma.

Í ljósi ný­feng­inn­ar reynslu sem við höf­um von­andi flest lært af er skyn­sam­leg­ast að nýta alla þá krafta sem nú þegar eru fyr­ir hendi hér á landi. Það þarf að eyða biðlist­um vegna liðskiptaaðgerða og það verður aðeins gert með því að bæði hið op­in­bera og hið einka­rekna snúi bök­um sam­an.

 

Höf­und­ur:  Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokks­ins

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 20. apríl, 2020