Versta ár allra tíma?

Þá er því loks lokið. Árinu sem á forsíðu tímaritsins Time var kallað versta ár allra tíma. Árið 2020 stóð ekki undir væntingum og hefur reynst erfitt á margan hátt. En „versta ár allra tíma“? Varla.

Jafnvel þótt eingöngu sé litið til veirufaraldra þarf ekki að leita mjög langt aftur til að finna mun skæðari sjúkdóma. Ef kórónuveiran hefði reynst eins skæð og spánska veikin svokallaða hefðu nokkur hundruð milljónir, einkum ungt fólk, látist í faraldrinum (ef fólksfjölgun er tekin með í reikninginn). Lýsing Þórðar J. Thoroddsen læknis á faraldrinum (Læknablaðið, apríl 1919) er óhugnanleg en um leið fróðleg lesning. Læknar voru ekki fáfróðir og ræddu mörg þeir ra atr iða sem einkenndu umræðu um kórónuveirufaraldurinn. Aðstæður voru þó allt aðrar. Daglega þurfti Þórður að heimsækja tugi sjúklinga í Reykjavík frá því snemma á morgnana og fram á nótt. Hann náði ekki að skrá alla en þó voru 1.232 sjúklingar hans skráðir. Marga hitti hann oftar en einu sinni og dag eftir dag dó fjöldi sjúklinga. Dánartíðnin var mest á aldrinum 20-40 ára.

Greinargerð Þórðar um spánsku veikina var framhald skrifa hans um inf lúensufaraldra liðinna alda. Upplýsingar um faraldra fyrir miðja 19. öld eru takmarkaðar en fyrir liggja nokkuð góðar tölur um inf lúensuna sem gekk árið 1855. Samkvæmt frásögninni var sóttin væg og fáir dóu nema þeir sem voru veikir fyrir og „ekki yfir 300 manns á landinu öllu“.

Árið 1862 dóu um 1.233 Íslendingar úr inflúensu á þremur mánuðum að ótöldum þeim sem létust síðar af ýmsum af leiðingum sóttarinnar. Tveimur árum seinna kom önnur flensa en „fáir dóu“ þótt í því felist ef laust önnur skilgreining en nú. Að öðrum tveimur árum liðnum geisaði skæð inf lúensa. Þá dóu 1.290 Íslendingar eða um 19 af hverjum þúsund landsmönnum eins og segir í grein Þórðar. Það samsvarar því að rétt tæplega 7.000 Íslendingar létust úr f lensu nú.

Í flensunni 1889 dóu um 286 eða um 5 af hverjum þúsund en fimm árum seinna létust 1.446. Um flensuna árið 1900 segir að ekki hafi f leiri látist „en vanalega gerist í vægum inflúensusóttum eða 300400 manns“. Hörmungar fortíðar bæta að sjálfsögðu ekki stöðu þeirra sem líða fyrir áhrif faraldursins nú, fjárhagslega eða heilsufarslega, eða þeirra sem deyja af hans völdum. Við eigum að líta á hvert mannslíf sem heilagt og verja samborgarana eftir fremsta megni. En til þess að verja kynslóðir samtímans og framtíðarinnar er mikilvægt að setja hluti í samhengi, læra að meta þær fórnir sem fyrri kynslóðir færðu til að ná framförum sem við njótum góðs af. Við þurfum að muna að framfarir koma ekki af sjálfum sér.

Við þurfum að verja þau gildi sem hafa skilað árangri um aldir, rökræðu og frjáls skoðanaskipti, trúna á mannsandann, framtakssemi, fórnfýsi, samkennd, vísindi og annað það sem hefur reynst okkur best.

Árið 2020 markaðist ekki aðeins af veirufaraldrinum og áhrifum hans. Það einkenndist af óvenju mik lu bakslagi með tilliti til margra þeirra grundvallargilda sem hafa skilað okkur mestum árangri. Frjáls skoðanaskipti eiga í vök að verjast, fólki er í auknum mæli skipt í hópa eftir meðfæddum einkennum og dæmt á grundvelli þeirra, nýrri öfgahyggju vex ásmegin þar sem jafnvel lækningar og önnur vísindi eru látin víkja fyrir hinum nýja rétttrúnaði. Oft gerist þetta vegna skorts á sögulegri yfirsýn og samhengi hlutanna.

Verði áhrif þessarar þróunar varanleg verður tjónið sem af því leiðir miklu meira en tjónið af veirufaraldrinum og mun skaða hagsæld og heilsu framtíðarkynslóða.

Baráttan við kórónuveiruna hefur skilað mikilli þekkingu og árangri í vísindum. Það eru framfarir sem nýtast til framtíðar og heimurinn getur haldið áfram að verða betri, velmegun aukist og tæknin skilað okkur áframhaldandi árangri. Ef okkur auðnast að verja heilbrigða skynsemi og gildin sem hafa reynst okkur best verður árið 2021 og árin sem á eftir koma miklu betri en árið sem er liðið.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

Fréttablaðið þann 31. desember, 2020