"Viðskilnaður við veruleikann"

Viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 1. apríl, 2021:

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður og þingmaður Miðflokks­ins, seg­ir að það hafi komið sér veru­lega á óvart að þing­flokk­ur Viðreisn­ar hafi lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um end­urupp­töku viðræðna um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. 

Greint var frá þings­álykt­un­ar­til­lög­unni á miðviku­dag, 31. mars. Sama dag var einnig greint frá því að Cocoa Puffs og Lucky Charms yrðu ekki leng­ur fá­an­leg á ís­lensk­um markaði. Sig­mund­ur deildi á face­booksíðu sinni fyr­ir­sögn­um beggja frétta og sagðist fyrst hafa haldið að um aprílgabb væri að ræða. 

Í sam­tali við mbl.is seg­ist Sig­mund­ur furða sig á þings­álykt­un­ar­til­lögu Viðreisn­ar, sér­stak­lega í ljósi gagn­rýni á Evr­ópu­sam­bandið í bólu­efna­mál­um. 

„Mér finnst al­veg með ólík­ind­um að þetta sé að koma fram, sér­stak­lega núna. Ég reynd­ar hélt að jafn­vel flokk­ar eins og Viðreisn og Sam­fylk­ing­in sem eru veik­ir fyr­ir ESB væru ekki að spá í það í bili að reyna að gera það að póli­tísku máli. Mér finnst það blasa við eft­ir allt sem á und­an er gengið, ekki bara út af Covid-ástandi held­ur líka varðandi til­raun­ir okk­ar til að ná okk­ur á strik efna­hags­lega sem hafa gengið mjög vel vegna þess að við erum utan ESB, þá hélt ég að þetta væri komið í dvala að minnsta kosti,“ seg­ir Sig­mund­ur. 

Viðbúið á kosn­inga­ári 

„Á sama tíma og Evr­ópu­sam­bandið er í enn einni stór­krís­unni vegna bólu­efna­mála, og búið að draga okk­ur inn í sinn vand­ræðagang í þeim efn­um, að leggja það þá til að í stað þess að fara okk­ar eig­in leið sem hef­ur reynst vel að fara þá bara alla leið inn. Þetta kom mér mjög á óvart og mér fannst þetta eig­in­lega skondið. Þetta er svo mik­ill viðskilnaður við raun­veru­leik­ann. Það er ein­hver skort­ur á teng­ingu við um­heim­inn og veru­leik­ann sem hlýt­ur að valda þessu,“ seg­ir Sig­mund­ur. 

Hann seg­ir þings­álykt­un­ar­til­lög­una bera þess merki að sam­keppni sé á milli Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um að hreppa titil­inn „ESB-flokk­ur­inn á Íslandi“.

„Þetta er eitt­hvað sem maður hefði kannski bú­ist við á kosn­inga­ári frá Viðreisn eða Sam­fylk­ingu, sér­stak­lega þegar það er kom­in smá sam­keppni þeirra á milli um að vera ESB-flokk­ur­inn á Íslandi. En eft­ir allt sem á und­an er gengið og miðað við aðstæðurn­ar núna, þá kom þetta veru­lega á óvart. En það virðist vera matið þarna núna að þessi sam­keppni sé enn í gangi, þó að þetta sé að mínu mati vafa­sam­ur heiður, og Viðreisn virðist hafa viljað vera á und­an,“ seg­ir Sig­mund­ur. 

Þykir Cocoa Puffs gott 

Hvað varðar þær fregn­ir að tími morgun­korns­ins Cocoa Puffs hér á landi sé nú liðinn seg­ir Sig­mund­ur að sér þyki morgun­kornið vissu­lega gott. Hann borði það þó ekki oft.

„Ég tek þetta nærri mér. Reynd­ar hef ég ekki borðað Cocoa Puffs í svo­lítið lang­an tíma, ég er bú­inn að vera að reyna að taka mig á. Í síðasta mánuði sleppti ég hveiti, sykri, áfengi og öllu slíku og náði smá ár­angri með því. En mér finnst Cocoa Puffs þó gott, ég viður­kenni það. Þegar það er ekki prívat bann á neyslu syk­ur­vara og það er til Cocoa Puffs í skápn­um, þá myndi ég al­veg fá mér tvær skál­ar. Ég vil alla­vega hafa þenn­an mögu­leika til staðar fyr­ir þá sem mega við því. Mér finnst óeðli­legt að það sé verið að taka slík­an mögu­leika af fólki,“ seg­ir Sig­mund­ur.