- This event has passed.
Skráning á Landsþing og hátíðarkvöldverð

Til þátttöku á Landsþingi og hátíðarkvöldverði verður að skrá sig í gegnum hlekkinn hér að neðan og greiða þinggjaldið og fyrir kvöldverðinn. Þinggjaldið er kr. 8900.- og fyrir hátíðarkvöldverð kr. 13.900.- UPPSELT ER Á HÁTÍÐARKVÖLDVERÐINN
Þú velur fjölda miða á hvorn viðburð fyrir sig og fylgir svo leiðbeiningum um hvernig greitt er. Ef greitt er fyrir fleiri en einn þarf að gefa skrifstofu Miðflokksins upp fyrir hverja er greitt, á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is.
https://www.midix.is/is/landsthing-midflokksins-11-oct-2025/eid/772
ATH. Sýna þarf kvittun fyrir greiðslu eða aðgöngumiða þegar mætt er á þingið og hátíðarkvöldverðinn
—
Að kvöldi 11. október verður glæsilegur þriggja rétta hátíðarkvöldverður með skemmtiatriðum og dansleik.
Borðhaldið hefst með fordrykk kl.19.30
Veislustjórn verður í höndum Nönnu Margrétar Gunnlaugsdóttur Alþingismanns
Skemmtiatriði í boði kjördæmafélaga, fjöldasöngur og tónlist. Þá mun engin önnur en Ugla Tré samfélagsrýnir heilsa upp á veislugesti. Að loknu borðhaldi hefst dansleikur með hinni frábæru norðlensku hljómsveit „Í góðu lagi“ sem tryggja mun grípandi takt, dillandi lendar og stuð til kl. 01.00
Matseðill:
Forréttur. Humarsúpa með þeyttum rjóma, dill-olíu ásamt brauði & smjöri.
Aðalréttur. Íslenskt lambalæri með hægelduðum lambaskanka, nýpumús, steiktu
grænmeti, kartöfluterrín og svarthvítlaukssoð.
Eftirréttur. Létt limoncello-tiramisu með lady-finger kexkökum og sítrónu rjóma.
Landsþingið og hátíðarkvöldverður er opið öllum flokksmönnum en fulltrúar tilnefndir af kjördæmafélögum hafa atkvæðisrétt.