Inngangur

Inngangur 

 

Miðflokkurinn býður fram lista einstaklinga með breiða reynslu og góða kunnáttu fyrir sveitarstjórnarkosningar sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þann 19. september 2020.

Má þar nefna:

 1. Reynslu af sveitarstjórnarmálum.
 2. Reynslu af rekstri og stofnun fyrirtækja.
 3. Reynslu á fjármálasviði.
 4. Reynslu af sjávarútvegi.
 5. Reynslu af frumkvöðlastarfsemi.
 6. Kunnáttu á sviði raforkumála.
 7. Reynslu í erlendum samskiptum og markaðssókn.
 8. Fjölbreytt reynsla úr þáttum atvinnulífs í sveitarfélaginu.
 9. Reynslu af verkefnastjórnun og áætlanagerð.
 10. Reynslu á íþrótta- og tómstundasviði.

Stefna Miðflokksins boðar að reynsla og kunnátta frambjóðenda sé nýtt til að móta hið nýja sveitarfélag til langrar framtíðar í þágu allra íbúa sveitarfélagsins. Saman þróum við það

sveitarfélag sem við viljum búa í. 

Tvö meginmál í stefnu Miðflokksins sem grundvalla velferð eru fjármál og skipulagsmál:

 • Fjármál sem miða að því að auka tekjur með nýsköpun að leiðarljósi eru forsenda fyrir blómstrandi samfélagi fyrir alla íbúa sveitarfélagsins.
 • Skipulagsmál sem endurspegla sameiginlega framtíðarsýn til lengri tíma varðandi uppbyggingu mannvirkja, samgangna og umhverfismála eru forsenda fyrir tilvist og vellíðan í hverju blómstrandi samfélagi sveitarfélagsins.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar