Samgöngumál

Samgöngumál

 

1.  Horft skal til langrar framtíðar þegar kemur að stofnæðum og þjóðvegum.  Haga skal skipulagi þannig að stofnæðar og þjóðvegir minnki ekki lífsgæði íbúa með því að leggja vegi í gegnum íbúðabyggðir eða miðsvæði samfélaga.

2.  Svo að framkvæmdum við Fjarðaheiðagöng seinki ekki verði þegar ákveðin staðsetning munna við Dalhús og vegur þaðan norðan Eyvindarár á Melshorn, svonefnd norðurleið valin. Þrýst verði á ríkisvaldið að velja þessa leið.

3.  Við ætlum að fá heilsárs vegtengingu yfir Öxi flýtt eins og kostur er með bundnu slitlagi milli Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs. Til lengri framtíðar skulu jarðgöng leysa þennan veg af hólmi með tengingu um Breiðdal í samstarfi við Fjarðabyggð.

4.  Við köllum eftir því að bundið slitlag milli Egilsstaða og Borgafjarðar Eystri verði lokið sem allra fyrst.

5.  Við köllum eftir því að alþjóðaflugvöllurinn á Egilsstöðum verði betur nýttur miðað við aukinn íbúafjölda á svæðinu.

6.  Við ætlum að láta markaðsfæra hafnirnar þrjár markvisst sem eina heild.

Dæmi: Fyrir farþegaskip og millilandaskip.

7.  Við ætlum að auka áherslu á að Seyðisfjarðarhöfn verði höfn fyrir alþjóðavöruflutninga í tengslum við alþjóðaflugvöllinn á Egilsstöðum.

8.  Góðar samgöngur er forsenda fyrir þróun sveitarfélagsins. Miðflokkurinn styður einkaframkvæmdir í samgöngumálum megi þær verða til þess að koma framkvæmdum af stað sem annars muni bíða um langan aldur með tilheyrandi óhagræði og vandamálum.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar má lesa hér í heild sinni