Aðalfundur Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis

Aðalfundur Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis

Verður haldinn 25. mars 2023 kl 11:00 á Sel Hótel Mývatni

 

Á dagskrá eru:
1.  Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.  Skýrsla stjórnar lögð fram
3.  Reikningar lagðir fram til samþykktar
4.  Lagabreytingar

Tillögur að breytingum á lögum Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis

(Tillögurnar eru lagðar fram til að samræma lög kjördæmafélagsins lögum Miðflokksins)

5. gr

Núverandi grein hljóðar svo:

Undir Miðflokksfélagi Norðausturkjördæmis má stofnsetja deildir sem halda utan um félagsstarf í hverju sveitarfélagi.  Í hverju sveitafélagi getur starfað ein deild.  Deildir halda úti sjálfstæðu starfi og skulu velja sér stjórnir.  Stjórnir deilda skulu skipaðar 5 mönnum og 3 til vara.  Stjórn skiptir með sér verkum.

Lagt er til að 5. Gr. hljóði svo:

Undir Miðflokksfélagi Norðausturkjördæmis má stofnsetja deildir sem halda utan um félagsstarf í hverju sveitarfélagi.  Í hverju sveitarfélagi getur starfað ein deild.  Deildir halda úti sjálfstæðu starfi og skulu velja sér formann, og varaformann auk 1-5 stjórnarmanna.   Stjórn skiptir með sér verkum.

9. gr

Núverandi grein hljóðar svo:

Stjórn félagsins skal skipuð 5 félagsmönnum, formanni og 4 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til eins árs í senn.  Formaður skal kosinn beinni kosningu.  Á aðalfundi skal einnig kjósa 3 varamenn stjórnar. Stjórnin skiptir með sér öðrum hlutverkum  á fyrsta stjórnarfundi.  Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

Lagt er til að 9. gr hljóði svo:

 Á aðalfundi skal kjósa kjördæmafélagsinu 5 manna stjórn.  Formaður skal kosinn beinni kosningu á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér öðrum hlutverkum á fyrsta stjórnarfundi. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda.  Formaður boðar til funda.  Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

(Ný grein í lögum Miðflokksfélags Norðausturkjördæmis)

13. gr. Tillögur um breytingar á lögum þessum og framboð til trúnaðarstarfa þurfa að berast stjórn félagsins tveimur vikum fyrir aðalfund þess. Komi upp ósamræmi milli laga þessara og laga Miðflokksins þá ganga lög Miðflokksins framar

5.  Ákvörðun félagsgjalds
6.  Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga
7. Önnur mál: Með vísan í lög 3.2.4.  hjá Miðflokknum, skal kjósa þriggja manna kjörstjórn. 

 

Framboðum fyrir formann og í stjórn skal skilað á netfangið nordaustur@midflokkurinn.is 7 dögum fyrir aðalfundinn.

 

Sigmundur Davíð Gunnlausson þingmaður mun ávarpa fundinn

Að loknum fundi er fólki boðið upp á súpu-brauð-kjúklingarétt og köku.

Hlökkum til að sjá og hitta fólk í Mývatnssveit.

Stjórn Miðflokksins Norðausturkjördæmi