Landsþing 2021 | Framhald

Landsþingi Miðflokksins 2021 verður framhaldið laugardaginn 14. og sunnudaginn 15. ágúst, 2021 á Hilton Reykavik Nordica hótelinu við Suðurlandsbraut.

Þeir sem sátu fyrri hluta þingsins í júní eru sjálfkrafa skráðir á ágústfundinn og hafa greitt sín fundargjöld.

Föstudaginn 13. ágúst kl. 15:00 - 19:00 býðst Landsþingsfulltrúum að koma á skrifstofu flokksins að Hamraborg 1 og sækja fundargögnin fyrir Landsþingið.

Einnig er hægt að nálgast fundargögnin við innritun á laugardagsmorguninn.

Dagskrá Landsþings má sjá hér

 

Miðar á kvöldverðarhóf

Aðeins verða seldir 200 miðar á kvöldverðinn.  Þar gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.  Landsþingsgestum er velkomið að taka maka sína með þótt þeir séu ekki fulltrúar á þinginu.  Skemmtinefndin lofar stórkostloegri skemmtun og nú er bara að pússa dansskóna.

MATSEÐILL

Úrval forrétta  -  Lambalæri með ofnbakaðri kartöflu, lauk, gulrótum, aspas og soðsósu  - Súkulaðitart, mulningur og ís

Miðaverð er kr. 10.900 á mann fyrir þriggja rétta hátíðarmatseðil og skemmtun.  

Til að panta miða á kvöldverðarhófið þarf að greiða inn á reikning Miðflokksins:

Kennitala:  650609-1740

Reikningur:  0133-26-13114

 

Afsláttur af gistingu á Hilton Nordica hótelinu fyrir Miðflokksfélaga

Miðflokksfélagar geta fengið 20% afslátt af gistingu á Hilton Nordica hótelinu á meðan á Landsþingi Miðflokksins stendur.

Afsláttarkóðinn fyrir bókanir er: WHPRO1  
Afsláttarverðið er bókanlegt í gegnum www.hilton.is