Miðflokksmótið í golfi 2021

MIÐFLOKKSMÓTIÐ Í GOLFI 2021 verður haldið á Húsatóftavelli í Grindavík þann 11. ágúst n.k. og er það Miðflokksdeild Grindavíkur sem stendur fyrir þessum skemmtilega viðburði.

Skráning:

Skráning fer fram á netfanginu gunnarmg2111@gmail.com þar sem þarf að koma fram hvort þú sért einn eða með félaga með þér. Einnig þarf að koma þar fram kennitala og forgjöf.

Það munu aðeins 64 spilarar geta tekið þátt í þessu móti þannig að fyrstir koma, fyrstir fá.  Gestir eru velkomnir.

Dagskrá:

Mæting er kl. 15:45 og mótið hefst kl. 16:30.  Spilaðar verða 13 holur (efri völlurinn) í fyrirkomulagi sem heitir Texas Scramble þar sem tveir eru saman í liði, óvanur og vanur.

Kvöldverðurinn er kjúklingaréttur með salati og er áætlað að borða um kl. 19:30 og verður verðlaunaafhending svo uppúr því eða með matnum.

Greiðsla:

Mótsgjald ásamt kvöldverði kostar kr. 7.400 á mann.

Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning 0515-26-650418, Kt: 650418-0850.  Drykkir eru ekki innifaldir.  Mikilvægt er að senda kvittun á netfangið gunnarmg2111@gmail.com.

 

Við hlökkum til að sjá ykkur hér í Volcano Grindavík.  Sjá facebook viðburðinn hér.

Hver og einn er ábyrgur fyrir sínum sóttvörnum.  Munum að passa uppá þær reglur sem eru í gildi um sóttvarnir hverju sinni.

Stjórn Miðflokksdeildar Grindavíkur