Kvennakvöld Miðflokksins um heilbrigðismál

Kvennakvöld Miðflokksins um heilbrigðismál verður haldið miðvikudaginn 15. september kl. 20:00 á kosningaskrifstofu Miðflokksins að Hafnargötu 60 í Reykjanesbæ.

Erna Bjarnadóttir sem skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi verður á staðnum og ræðir "Aðför að heilsu kvenna".

Erna stofnaði hópinn "Aðför að heilsu kvenna" í vetur eftir að hafa stórlega misboðið framkoma við konur þegar rannsóknarsýni þeirra fundust í pappakössum.  Síðan þá hefur hver fréttin rekið aðra um slök vinnubrögð við flutning skimana fyrir leghálskrabbameini til Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og undirbúning þess verkefnis sem reyndist algerlega ófullnægjandi.

Allar konur hjartanlega velkomnar.