Persónuverndarstefna Miðflokksins

Við inngöngu í Miðflokkinn skal öll meðferð persónuupplýsinga fullnægja lögum um persónuvernd.

Félagi í Miðflokknum á rétt á því hvenær sem er að segja sig úr flokknum en við það eru allar upplýsingar um viðkomandi fjarlægðar úr skrám flokksins.

Upplýsingar sem félagi gefur eru færðar inn í tölvukerfi flokksins og eru dulkóðaðar og ekki nýttar til annars en að koma skilaboðum til flokksmanns.

Félagi er skráður í þá deild þar sem lögheimili viðkomandi er.  Hann er skráður í kjördæmafélag lögheimils hans og í flokksskrá Miðflokksins

Skilyrðum skv. lögum flokksins skal vera fullnægt að öðrum kosti er viðkomandi fjarlægður úr skrám flokksins.

Hver sem er getur aflað sér upplýsinga um það hvort viðkomandi sé skráður í Miðflokkinn. Þær upplýsingar eru veitar komi viðkomandi á skrifstofu flokksins gegn framvísun persónuskilríkja.  Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að fá slíkar upplýsingar sendar í heimabanka.

Persónuverndarfulltrúi er skipaður af stjórn Miðflokksins.

Persónuverndarfulltrúi Miðflokksins er Jón Pétursson.

3.1   Hlutverk persónuverndarfulltrúa er að hafa eftirlit með því að lögum um persónuvernd sé fylgt hjá Miðflokknum. 

3.2   Komi upp þær aðstæður að grunur sé fyrir hendi að meðferð persónuupplýsinga sé ekki samkvæmt lögum ber að tilkynna það til viðeigandi stofnunar þ.e. Miðflokksins eða persónuverndar.