Málefni innflytjenda

Birgir Þórarinsson um málefni innflytjenda

“Ég held því miður herra forseti að menn hafi bara ekki hugsað þetta frumvarp til enda og verði að gera grein fyrir þessum kostnaði sem að hér um ræðir, þetta mun þýða það að skilaboðin munu berast um góða þjónustu hér og það mun þýða aukinn fjölda umsókna það er alveg klárt og það þýðir þá meiri kostnað og honum þarf að mæta með einhverjum hætti og það er rétt að stjórnvöld geri grein fyrir því hvernig þau ætla að mæta þeim kostnaði.”

Ólafur Ísleifsson um málefni innflytjenda

"Miðflokkurinn vill nýta fé sem nú er sóað t.d. í lögfræðikostnað til að hjálpa fólki og vill auka stuðning til fólks í neyð. Fé ber að nýta þannig að það gagnist sem best og nýtist sem flestum, ekki síst konum og börnum."

Bergþór Ólason um málefni innflytjenda

"Við eigum að taka vel á móti þeim sem við tökum á móti, en við eigum ekki að færast meira í fang en við ráðum við. Hér hafa stuðningsmenn málsins haldið því fram að ekkert sé að breytast verði þetta mál samþykkt. Þá verður ráðherra að útskýra með hvaða hætti mál hafa þróast þannig á undanförnum árum að hælisleitendur njóti sömu réttinda og kvótaflóttamenn, það hefur þá gerst í kyrrþey. Stuðningsmenn málsins virðast ekki átta sig á afleiddum áhrifum þess, áhyggjur okkar þingmanna Miðflokksins snúa ekki að kostnaðarmati fyrir þá tvo starfsmenn sem ætlunin er að ráða til starfa hjá Fjölmenningarsetri, heldur af þeim afleidda kostnaði sem hljótast mun af því fyrirkomulagi sem hér er mælt fyrir.”

Sigmundur Davíð um málefni innflytjenda

“Það sem blasir við er gríðarlega stórt viðfangsefni og þess vegna verðum við að líta til staðreyndanna og byggja lausnirnar á þeim. Til þess að það fjármagn sem við höfum til ráðstöfunar og við eigum að mínu mati að auka verulegan stuðning við fólk í neyð til þess að það fjármagn nýtist sem best og nýtist þeim sem að þurfa mest á hjálpinni að halda En með því fyrirkomulagi sem að hér er lagt til er verið að gera okkur erfiðara fyrir að aðstoða fólk, það er verið í rauninni að vega að þeim sem að fyrir vikið munu ekki fá þjónustu og ýta undir að þeir sem eiga síður rétt á þjónustunni sæki í hana. Þetta er staðreynd sem blasir við í öðrum löndum og hefur gert lengi, önnur lönd hafa lært af reynslunni og eru nú að gera ráðstafanir sem ganga þvert á það sem íslensk stjórnvöld leggja hér til. Önnur lönd með sínum aðferðum eins og danir og danskir jafnaðarmenn með sinni stefnu munu gera miklu meira gagn fyrir þá sem þurfa mest á hjálpinni að halda heldur en íslensk stjórnvöld með þeirri sýndarmennsku, ófjármögnuðu sýndarmennsku sem birtist í þessu frumvarpi. Því miður er hættan sú að jafnvel þó að áhrifin af þessu komi fljótt í ljós, muni líða á löngu áður en að Íslendingar þá grípa til ráðstafana og læri af reynslunni það sýnir reynsla annarra, því getum við ekki reynt að læra af henni?”