Greinar og pistlar

Værukærðin og kuldinn

Tug­ir þúsunda íbúa á Reykja­nesi búa nú við þá stöðu að hí­býli þeirra hafa verið án hefðbund­inn­ar hús­hit­un­ar dög­um sam­an, í miðju kuldakasti. Til að bæta gráu ofan á svart þolir raf­magns­kerfið ekki það álag sem raf­magn­sofn­um fylg­ir, sé ætl­un­in að hita hús með þeim en ekki bara stök her­bergi

Þetta er orðið of mikið EES

Tíma­bært er að end­ur­skoða aðild Íslands að EES-samn­ingn­um. Færa má gild rök fyr­ir því að samn­ing­ur­inn hafi að mörgu leyti reynst okk­ur Íslend­ing­um vel á sín­um tíma og flýtt fyr­ir ýms­um breyt­ing­um til batnaðar. Í seinni tíð hef­ur EES-samn­ing­ur­inn hins veg­ar sí­fellt orðið meira til trafala fyr­ir okk­ur með íþyngj­andi reglu­verki og kröf­um um framsal valds. Þá er ís­lensk gull­húðun sér­stakt vanda­mál.

Á­lit annara og al­manna­rómur auk í­myndar

Ímynd Íslands útávið, er einhver eltingarleikur og markaðssetning sem undanfarin ár hefur leitt til þess að minnimáttarkennd þjóðarinnar hefur aukist. Saga Íslands í rúm þúsund ár er saga baráttu uppá líf og dauða við náttúruöflin og að eiga til hnífs og skeiðar, draga björg í bú. Þessi eyja sem ég er gríðarlega stoltur af að hafa fæðst og alist upp á en hef samt auknar áhyggjur vegna ímyndunarveiki nútímans.

Framhaldsaðalfundur Reykjavíkurkjördæmanna Norður og Suður 15. febrúar n.k.

Hér með er boðað til framhaldsaðalfundar Reykjavíkurkjördæmanna Norður og Suður þar sem eitt mál er á dagskrá, að ganga frá stofnun sameiginlegs kjördæmafélags sbr. nýsamþykkt lög Miðflokksins nr. 3.2.1 frá 28. október 2023.

Fáir vinir skattgreiðenda

Þeir eru fáir vin­ir skatt­greiðenda á Alþingi. Stjórn­leysi rík­is­út­gjalda hef­ur verið gegnd­ar­laust und­an­far­in ár og virðist þá einu gilda hvort upp­hæðirn­ar eru stór­ar eða smá­ar. Mig lang­ar til að nefna hér tvö lít­il dæmi þar sem rétt er að ef­ast um að …

Nomalí­sering dag­legrar neyslu vímu­efna er upp­gjöf

Víða í heiminum og ekki síst hér á Íslandi hefur náðst góður árangur við að hjálpa fíknisjúklingum frá neyslu til edrúmennsku, ekki síst með tilkomu AA samtakana sem stofnuð voru árið 1935 í USA. Stofnfundur AA samtakana á Íslandi var 16. apríl 1954. Nær eingöngu var þá um að ræða einstaklinga sem áttu við áfengissýki að etja. AA bókin sem inniheldur 12 reynsluspor samtakana kom út 1939. Hafa þau reynsluspor hjálpað, ekki bara áfengissjúklingum heldur mjög mörgum öðrum sem fíknin nær tökum á. Hugsvik fíknarinnar fara ekki í manngreinarálit en talið er að 15-20% okkar fái „ofnæmið“ eða hafi það meðfætt „genatíkst“

Nú sameinumst við öll um eitt, framtíð Grindvíkinga

Á neyðar­tím­um standa Íslend­ing­ar sam­an, all­ir sem einn. Það mun­um við gera núna. En nú þegar áfall er orðið, þótt óvissa ríki enn, skul­um við öll sverja þess dýr­an eið að þær raun­ir sem Grind­vík­ing­ar eru að ganga í gegn­um gleym­ist ekki eða missi vægi eft­ir að um­brot­un­um lýk­ur.

Ríkisstjórn í kulnun

Eitt er að rík­is­stjórn­in sé orku­laus – annað að hún sé óstarf­hæf – það er þó sýnu verst ef hún er orðin fórn­ar­lamb kuln­un­ar, þar sem ekk­ert geng­ur né rek­ur, ráðherr­ar stara út í tómið og klifa á klisj­un­um í von um að all­ir hætti bara að spá í þetta.

638 daga bið

Mitt í lokaund­ir­bún­ingi jóla leit­ar hug­ur­inn stund­um frá verk­efna­lista heim­il­is­ins yfir í raun­heima – hvað tek­ur við á nýju ári, hvað er fram und­an? Margt kem­ur þá vita­skuld upp í hug­ann, mis­merki­legt, en mig lang­ar rétt að tæpa á stóru…

Orkulaus ríkisstjórn – taka 2

Lán­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í orku­mál­um virðast eng­in tak­mörk sett. Landið er í bráðri þörf fyr­ir meiri raf­orku á öll­um sviðum.