08.10.2024
Undanfarið hefur ný Selfossbrú yfir Ölfusá verið fréttaefni, ekki eingöngu vegna tafa, veggjalda eða vöntunar á ríkisábyrgð heldur vegna byggingarkostnaðar hennar. Fyrrum samgönguráðaherra ásamt samflokksmanni sínum, þingmanni Suðurkjördæmis riðu á vaðið með sameiginlegri grein í Morgunblaðinu í haustbyrjun sem bar yfirskriftina „Samgöngumál í ógöngum“ þar sem félagarnir fullyrða að bygging nýrrar brúar yfir Ölfusá sé dæmi um óráðsíu, bruðl og óþarfa flottheit. Þeir segja svo stagbrúnna sem ætlað er að reisa kosta a.m.k. 10 milljarða og að vel hægt sé að brúa ánna á þessum stað fyrir mun minna fé eða 3 til 3,5 milljarða króna og vísa til reynslumikla aðila máli sínu til stuðnings.
08.10.2024
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð?
Stutta svarið er nei!
07.10.2024
Helsta og að því er virðist eina áhersluatriði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, á þessu lokaþingi kjörtímabilsins virðist vera að koma bókun 35 í gegn. Þingflokkurinn fylgir svo í humátt á eftir.
05.10.2024
Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar.
30.09.2024
Ef Íslendingar missa trú á gjaldmiðli sínum munu þeir hafna honum. Það „peppar“ enginn upp krónuna nema að hafa á henni trú. Íslendingar hafa misst alla trú á ríkisstjórn Íslands og efnahagsstefnu hennar. Það er ekki að undra. Það er ekki að furða að landar mínir, vinir bæði og vandamenn, fólk til sjávar og sveita, átti sig ekki á framferði Seðlabanka Íslands með yfir ársgamla 9,25% meginvexti (stýrivexti). Seðlabanki Íslands er bundinn í báða skó, bæði með lögum og kröfunni um trúverðugleika og gæði íslenska vaðmálsins, íslensku krónunnar.
27.09.2024
Það getur verið misgaman í þinginu, en eitt er það sem þingflokkur Miðflokksins hefur sérstaklega gaman af; Sjónvarpslausir fimmtudagar. Það er hlaðvarpið sem þingflokkurinn heldur úti þar sem við gerum upp vikuna í þinginu og pólitíkinni.
26.09.2024
Viðbrögðin sem stjórnin í Freyfaxa, ungliðahreyfingu Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, hefur fengið eftir stofnfundinn föstudaginn 20. september hafa verið mögnuð og birtingarmynd þess að ungt fólk var að bíða eftir nýjum valkosti fyrir ungliðahreyfingu. Besta svarið við spurningunni sem titill þessarar greinar leggur fram er að spyrja sjálfan sig: Finnst þér núverandi ríkisstjórn vinna fyrir hagsmunum yngri kynslóða og þjóðarinnar? Ég upplifi það ekki og þess vegna tók ég þátt í stofnun Freyfaxa.
24.09.2024
Ríkisstjórnin hangir á lyginni einni.
Linkindin er orðin eitt af þjóðareinkennum okkar Íslendinga, jafnvel meira áberandi en sauðkindin. Við erum orðin gríðarlega undanlátssöm á flestum sviðum. Ávallt reiðubúin að mæta einhverjum málefnum með það að markmiði að koma til móts við þá sem telja sig ekki njóta sannmælis, meðvirknin alger!
23.09.2024
Að flytja heim til Íslands var versta fjárhagslega ákvörðun sem ég hef tekið.
Við konan fluttum heim í ársbyrjun 2023 þegar við áttum von á okkar fyrsta barni. Í Kaupmannahöfn var lífið ljúft og þægilegt, það blundar þó alltaf í manni einhver heimþrá og sáum við tækifæri að flytja heim svo sonur okkar gæti alist upp í kringum fjölskyldu.
16.09.2024
Eins og sólin sest í vestri er nokkuð árvisst að upp komi umræða um tolla á landbúnaðarvörur og verðlag hér á landi og samanburður við önnur lönd eða ríkjabandalög í því efni.