Greinar og pistlar

Ísland - Bezt í heimi !

Og svo kom sólin upp

Og svo kom sólin upp Erfiðleikarnir sem við stöndum frammi fyrir vegna Covid-19 eru núna að taka á sig þá mynd að heilbrigðiskerfið hér á landi með samstöðu þjóðarinnar hefur náð tökum á útbreiðslu smita. Ótrúlega góður árangur í baráttunni við þessa bráðsmitandi veiru er mikið gleðiefni. „Þríeykið“ nýtur trausts og virðingar og hefur náð að auka bjartsýni meðal þjóðarinnar. Við skulum leyfa okkur að rétta úr bakinu og líta til sólar sem eftir tæpa tvo mánuði verður hæst á lofti þrátt fyrir allt.

Verjum fyrirtækin og störfin - hugsum stórt

"Góðkunningi lögreglunnar"

Alþjóðastjórnmál á krossgötum

Einkavæðing orkufyrirtækis í boði meirihlutans í Hafnarfirði

Óvenjuleg vandamál kalla á óvenjulegar lausnir

Nú eru margir búnir að átta sig á því að kórónuveirufaraldurinn sé að leiða af sér eina mestu efnahagskrísu í meira en öld, jafnvel þá almestu. Bretar gera nú ráð fyrir að niðursveiflan verði sú mesta í meira en 300 ár, eða frá árinu 1709. Það ár var frost langt fram á sumar um alla Evrópu (nema á Íslandi), því fylgdi svo veirufaraldur og loks hungursneyð. Sem betur fer erum við betur í stakk búin til að takast á við hamfarir nú en á öldum áður en þó sýnir kórónuveirufaraldurinn hversu berskjölduð við erum fyrir duttlungum náttúrunnar. Þótt efnahagsleg niðursveifla nú verði sú mesta í 100 eða jafnvel 300 ár er ekki þar með sagt að kreppan verði eins langvarandi og margar þeirra sem riðið hafa yfir á þeim tíma. En þá skipta viðbrögðin sköpum. Mörg dæmi eru um að viðbrögðin við krísuástandi hafi valdið meira tjóni en sjálf krísan.

Leyndarhyggja og laumuspil

Sláið í klárinn það liggur á

Þannig týnist tíminn þegar ekkert gerist. Hafnfirðingar með Álverið í Straumsvík í túnfætinum bíða í ofvæni eftir viðbrögðum ríkisstjórnarinnar og Landsvirkjunar vegna gríðarlegs rekstrartaps álversins. Vart þarf að minna á að álverið tapaði um 13 milljörðum króna á síðasta ári, eða rúmum milljarði á mánuði. Þetta gerist þrátt fyrir að þar á bæ hafi verið ráðist í umtalsverðar hagræðingar og fækkunar á starfsfólki.

Verkefnið fram undan