Skýr stefna Miðflokksins er að skila flokknum fylgisaukningunni nú

Engum þeirra sem í dag ganga til liðs við Miðflokkinn dylst fyrir hvað flokkurinn stendur, því flokkurinn hefur skýra og vel unna stefnu í öllum málaflokkum. Stefnu sem flokkurinn hefur talað fyrir og staðið við gegnum súrt og sætt frá því flokkurinn var stofnaður. Flokkurinn eflist því en breytist ekki við þann mikla liðsauka sem honum er að berast nú í aðdragand kosninga. Fólk er að ganga til liðs við Miðflokkinn nú því fólk vill sjá meiri skynsemi koma inn í stjórnmálin og vegna þess að fólki líkar stefna flokksins og málflutningur.

Vilt þú mæla með framboði Miðflokksins í þínu kjördæmi ?

Silfrið eða Bachelor?

Við þurf­um al­vöru­leiðtoga sem þora að taka erfiðar ákv­arðanir, jafn­vel þótt þær séu óvin­sæl­ar í fyrstu.

Vilt þú bjóða þig fram fyrir Miðflokkinn?

Sjónvarpslausir fimmtudagar #103 - 17.10.2024

Opinn fundur í aðdraganda kosninga með Sigmundi Davíð og Bergþóri Óla í Hamraborg 1. sunnudaginn 20. okt kl. 14

Sigmundur Davíð og Bergþór Óla fjalla um stjórnmálaástandið og stóru málin

Meira af því sama

Gengið verður til kosn­inga 30. nóv­em­ber næst­kom­andi og gefst þá kær­komið tæki­færi til að gera loks­ins eitt­hvað í mál­un­um – eft­ir sjö ár af stöðnun og vinstri­stefnu í boði Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Vinstri grænna. Það þarf að taka til hend­inni í efna­hags­mál­um, út­lend­inga­mál­um og orku­mál­um. Mál­um sem Miðflokk­ur­inn hef­ur bar­ist í um ára­bil af sann­fær­ingu, vopnaður raun­sæi og lausn­um. Við höf­um sömu­leiðis reynt að hrista doðann af rík­is­stjórn­inni áður en það yrði of seint og af­leiðing­arn­ar yrðu óaft­ur­kræf­ar að sumu eða öllu leyti.

Ályktun flokksráðsfundar Miðflokksins á Selfossi

12. október, 2024

Streymi á ræðu formanns á flokksþingi

Raun­veru­leg pólítísk á­byrgð ís­lenskra stjórn­mála­manna

Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta.