24.02.2021
Miðflokksdeildir Hafnarfjarðar og Mosfellsbæjar héldu opinn fund þann 20. febrúar, 2021 þar sem hin fyrirhugaða Borgarlína var rædd.
Er önnur leið? Er hagkvæmari leið?
Frummælendur á fundinum voru:
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, Þórarinn Hjaltason, samgönguverkfræðingur, Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði og Gestur Ólafsson, arkitekt og skipulagsfræðingur.
23.02.2021
Miðflokksdeild Kópavogs stóð fyrir opnum fundi á dögunum um fyrirhugaðar framkvæmdir í Hamraborg í Kópavogi.
Einn af frummælendum á fundinum var Kolbeinn Reginsson, líffræðingur, sem hefur rekið fyrirtæki í Hamraborg um árabil og er því mjög kunnugur staðháttum.
16.02.2021
Upptaka af opnum fundi Miðflokksdeildar Þingeyinga um landbúnað og tollamál sem haldinn var þann 10. febrúar, 2021. Gestur fundarins var Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni sem situr jafnframt í stjórn Lífeyrissjóðs bænda.
Erna var með erindi og svaraði spurningum fundargesta.
Erna er með BSc próf í Búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og MSc í Landbúnaðarhagfræði frá University of Wales.
16.02.2021
Miðflokksfélag Norðausturkjördæmis hélt opinn fund þann 13. febrúar, 2021 um stöðu landbúnaðar og matvælaframleiðslu á Íslandi.
Frummælendur voru:
Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, Ingvi Stefánsson, svínabóndi og formaður Félags svínabænda, Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska og Ágústa Ágústsdóttir, sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi.
14.02.2021
Miðflokksfélag Suðurkjördæmis hélt áhugaverðan fund þann 30. janúar, 2021 um stöðu drengja í nútímasamfélagi. Gestir fundarins voru Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, Dr. Hermundur Sigmundsson, prófessor við Hr og NTNU og Örlygur Þór Helgason, sérkennari.